fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Uppskrift af gómsætu spínat lasagna frá Tinnu Freys

Fagurkerar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar að deila með ykkur uppskrift af spínat lasagna sem ég elska. Það er ótrúlega gott og hollt.

Þegar mamma bauð okkur Arnóri fyrst í spínat lasagna hugsaði ég með mér bara ,,Já ok, en hrikalega óspennandi” en vá hvað það kom á óvart og er nú einn af mínum allra uppáhalds réttum!

Það er alveg frekar einfalt að búa réttinn til og einnig gaman, svo tekur það alls ekki langan tíma sem mér finnst alltaf plús.

35540654_10155712734114422_7228899652496523264_n

Það sem þarf:

1 púrrulaukur

C.a. 10 stk meðalstórar kartöflur

600gr frosið spínat

Lasagna plötur

200 gr rjómaostur

Rifinn ostur

Hvítlaukssalt

1-2 msk  kúmín (cumin)

1 tsk kóríander

Dass af chillidufti

Salt & pipar

35842508_10155712734274422_8086831266931933184_n

35647591_10155712735329422_5552344733117841408_n

Aðferð:

Leggja lasagna plöturnar í bleyti í c.a. 30 mín til að mýkja þær aðeins

Sjóða kartöflur (ekki kæla)

Saxa lauk og steikja upp úr olíu

Setja spínat á pönnuna með lauknum

Setja grófmarðar kartöflur út á laukinn og spínatið þegar spínatið hefur þiðnað á pönnunni

Rjómaost og kryddi er svo bætt út í og allt hrært vel saman

Síðan er þessu komið í eldfast fót, gerðar eru nokkrar hæðir og lasagna plötunum raðað á milli.

Að lokum er settur ostur ofan á og eldað í ofninum í c.a. 40 mín á 180 gráðum.

Borið fram með hvítlauksbrauði og gulum baunum (ég kaupi frosnar baunir, sýð þær og blanda svo smjöri og salti út í eftir að ég tek vatnið frá, mæli með!)

Hægt er að fylgjast með Tinnu á Snapchat undir notandanafninu: tinnzy88

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.