fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

Mæður.com
Þriðjudaginn 19. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru nokkur ráð sem ég hef verið að nota, flest þeirra eru um hvernig eigi að fá góða lykt á heimilið svo það hljómar svolítið eins og það lykti illa heima hjá mér haha, en það er alls ekki þannig, ég bara elska góða lykt!

  1. Setja nokkra ilmolíudropa í bleyttan bómul og geyma á ofni, nota þetta aðallega inná baðherbergi og inni herbergjum sem ilmolíulampinn nær ekki til.
  2. Setja klósetthreinsi á fúguna á baðherbergis flísunum og láta liggja á í 10-15 min og fara yfir með tannbursta og bíða aftur í 10 min og skúra svo yfir með heitu vatni. Mér finnst þetta þæginlegra en að skrúbba með scrubstone/pinkstuff og sem betur fer þarf maður ekki að gera þetta oft. (Ef þið vitið um fljótlegri leiðir þá endilega sendið á mig)
  3. Þökk sé Sigrúnu Sigurpáls þá eiga held ég flestir ilmkúlur. Ég hef verið að setja ca 2-3 kúlur í brúsa, ca tsk matarsódi og vatn (muna hrista vel þangað til kúlurnar leysast upp) og spreyja því inni á baðherbergið þegar þarf. Svo getið þið búið til ykkar eigið „þvottasprey“ með þessari aðferð en nota ilmoliudropa í staðin fyrir kúlurnar.
  4. Sjóða vatn í potti og skella nokkrum vanilludropum í. Heimilið mun ilma eins og nýbökuð kaka!
  5. Ég haaata að skera lauk og lykta eins og laukur i marga daga eftir á þrátt fyrir endalausa þvotta og sápur. Það sem þú getur gert er að nudda tómatasafa á hendurnar og voila lyktin farin! Getur líka notað salt.
  6. Ef þú ert að setja föt í þurrkara og vilt flýta aðeins fyrir, skelltu með einu þurru handklæði í þvottinn.
  7. Þegar þú ert búin að þrífa klósettið með klósettburstanum, leyfðu þá burstanum að þorna á klósettinu með því að setja setuna niður þannig að haldið á burstanum sé á milli skálarinnar og setunnar þannig bleytan á burstanum fer þá í klósettið frekar en að safnast í einhverja drullu.
  8. Eg vil ekki nota mikið af efnum í eldhúsinu og er ekki hrifin af edikslykt.. þannig ég blanda uppþvottalögur (þarf ekki mikið!), vatn og sítrónu ilmdropa í spreybrúsa og nota það í eldhúsþrifin.

Hægt er að fylgjast með Gunni á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: gunnurbjornsd

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.