fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

6 matvæli sem þú skalt forðast á blæðingum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. júní 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar konur kannast við það að hafa upplifað fyrirtíðaspennu. Hún getur gert vart við sig nokkrum dögum áður en konan á að byrja á blæðingum og getur haft áhrif á skap, húð og valdið miklum verkjum í kvið og legi.

Það er mjög misjafnt á milli kvenna hvað hver og ein upplifir miklar truflanir og verki í kringum þennan tíma mánaðarins en margar konur geta þó verið sammála um það að uppþemban, kviðverkirnir og þreytan eru eitthvað sem við myndum allar vilja sleppa við.

Samkvæmt Popsugar er ýmislegt í mataræði okkar sem getur haft áhrif á ofantalda hluti. Það getur auðvitað verið misjafnt á milli kvenna hvað virkar á hverja og eina en það gæti í það minnsta verið góð hugmynd að prófa að sleppa þessum hlutum úr mataræði þínu ef þú upplifir mikla fyrirtíðaspennu.

Vínglas

Vín getur haft áhrif á uppþembu og verki – Reyndu að sleppa því og fá þér vatnsglas í staðinn

 

 

 

 

 

 

 

 

Koffín

Að grípa sér auka kaffibolla hljómar vel, sérstaklega þar sem þreyta gerir oft vart við sig þegar konur eru á blæðingum – Hins vegar er það ekki góð hugmynd og mun einungis rugla svefnrútínu þinni enn frekar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjólkurvörur

Mjólkurvörur skapa yfirhöfuð mikla uppþembu hjá fólki – Áhrifin aukast enn meira þegar kona er á blæðingum. Hún getur einnig aukið á kviðverki og magakrampa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Matur sem inniheldur mikla fitu

Matur sem inniheldur mikla fitu getur haft áhrif á hormónastarfsemi þína og ollið þér uppþembu og kviðverkjum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Matur sem inniheldur mikinn sykur

Ástæðan fyrir því að þú sækir í mat sem inniheldur mikinn sykur eru breytingar á hormónum þínum – Sykurinn hins vegar ruglar í blóðsykrinum og mun einungis láta þér líða verr þegar þú hefur lokið við máltíðina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Djúpsteiktur og saltaður matur

Þér líður kannski eins og franskar séu einmitt það sem þig vantar – En djúpsteiktur og saltaður matur getur haft áhrif á skap þitt, aukið kviðverki og komið af stað óeðlilegri hreyfingu í þörmunum sem skapa ennþá meiri sársauka
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa