fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

HM í ástarleikjum og boltasparki – Bestu stellingarnar

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 16. júní 2018 21:00

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar heimsmeistaramót karla í knattspyrnu er nýhafið og fjöldageðrofið að hellast yfir þjóðina er ekki úr vegi að líta á hvernig má með bestum hætti nýta tímann í sófanum, jafnvel rækta sambönd, og jafnvel stórbæta sambúðina. Ráðin hér miðast sum við einbúa, en önnur við sambýlinga, eða í það minnsta góða vini. Einhverrar nektar kann að vera krafist svo sumt athæfið gangi upp. Við hverja stellingu er tilgreindur lágmarksfjöldi lima, limir geta verið getnaðarlimir af holdi og blóði eða ballarbelti (e. strap-on).

Hjólbörurnar


Lágmarksfjöldi lima: 1
Áreynslustuðull: 2 fyrir aðila 1, 6 fyrir aðila 2

Aðferð: Aðili 1 kemur sér vel fyrir í sófa, með liminn til reiðu. Aðili 2 sest klofvega á hann og rennir getnaðarlimi aðila 1 inn í leggöng eða endaþarm. Aðili 2 hallar sér svo fram þannig að báðir sjái vel á skjáinn. Hér getur verið hentugt að nota pullu eða skammel fyrir aðila 2 að halla sér fram á. Hafi aðili 2 ekki áhuga á knattspyrnu má allt eins nota tímann til að lesa áhugaverða bók, skoða kisumyndir á Instagram, eða svara helstu skilaboðum á samfélagsmiðlum.


Skeiðar í skúffu


Lágmarksfjöldi lima: 1
Áreynslustuðull: 2
Sérstakir kostir: Aftari aðili getur notað hendur til að gæla við þann fremri á ýmsa lund (geirvörtur, kviður, læri, snípur eða limur).

Hin klassíska skeiðastelling kemur sér einstaklega vel ef sófinn er með djúpri setu. Sé hann það ekki má ef til vill fjarlægja bakpúða til að hann verði hentugri. Það frábæra við þessa stellingu er að hún gefur möguleika á djúpum og rólegum samförum – svona er jafnvel hægt að liggja heilan hálfleik. Stellingin hentar síður ef aftari aðilinn er með stuttan getnaðarlim, þó má vinna með aðfallshorn mjaðma og stellingu fótleggja fremri aðilans til að bæta það upp og ná fullnægjandi dýpt.


Tvíhöfða lótusblómið


Lágmarksfjöldi lima: 1
Áreynslustuðull: 5,7

Aðilinn með liminn sem nota á til innsetningar sest í sófa eða hægindastól af góðri breidd og hallar sér makindalega aftur á bak. Notið gjarnan púða til stuðnings og aukinna þæginda. Nú er hægt að koma sér klofvega fyrir ofan á þeim sem situr og renna limnum inn þangað sem óskað er. Hendur beggja eru lausar til atlota og hægt að taka öllu með ró eða hamast að vild. Gallinn er þó augljós því ekki er hægt að gera ráð fyrir að báðir aðilar njóti leiksins nema annar hafi augu í hnakkanum. Spegill af sæmilegri stærð gæti leyst málið, eða margskjáa upplegg líkt og sjá má á sportbörum bæjarins.

Áfram Ísland


Lágmarksfjöldi lima:
1

Áreynslustuðull: 4,2

Þessari stellingu má sérstaklega mæla með fyrir þau skipti sem Ísland sést á skjánum á komandi dögum. Hér snúa báðir aðilar að skjánum, sá fremri klofvega á þeim aftari og limur í leggöngum eða endaþarmi. Ef fremri aðilinn er með sníp má nota tækifærið hér til að leika við snípinn með fingrum eða titrara. Einnig er aðgengi að kynfærum þess aftari nokkuð gott milli fóta. Meginkosturinn við þessa stellingu er að æsing vegna leiksins má auðveldlega fá útrás fyrir með samfarahreyfingum. Ímyndið ykkur bara að fagna marki á þennan skemmtilega hátt!

 
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.