fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Það sem ég vissi ekki áður en ég varð mamma

Fríða B. Sandholt
Fimmtudaginn 14. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðurhlurverkið er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Ég veit að það hljómar eins og klijsa, en ég gat ekki ýmindað mér þær tilfinningar sem ég upplifi sem móðir áður en ég átti börnin mín.
Ég er svo þakklát fyrir þetta sérstaka hlutverk og ég þakka fyrir það á hverjum degi að fá tækifæri til að vera með börnunum mínum. Vakna með þeim á morgnanna og kyssa þau góða nótt á kvöldin.
Lífið er ekki sjálfsagt og það eru forréttindi að fá að vera til staðar fyrir börnin sín.
Tökum ekki hverjum degi sem sjálfsögðum hlut. Njótum augnabliksins og lifum hvern dag með ást og kærleika í farteskinu.
Búum til góðar minningar bæði fyrir okkur sjálf of börnin okkar, því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það minningarnar sem sitja eftir þegar við kveðjum þetta líf.
Ég setti saman smá lista yfir það sem ég vissi ekki áður en ég varð mamma. Og það er merkilegt hvað hversdagslegir hlutir verða einstakir þegar maður er orðin foreldri.
Það sem ég vissi ekki áður en ég varð mamma
 
 ~ ÉG vissi ekki að maður gæti gleymt sársauka sem fylgir fæðingu á örskömmum sekúndum, þegar maður fær barn sitt í fangið
~ ÉG vissi ekki að það væri hægt að sitja í marga klukkutíma og horfa á sofandi barn
~ ÉG vissi ekki að manni gæti verkjað í hjartað, af væntumþykju einni saman
~ ÉG vissi ekki að ég gæti vakað heilu næturnar með grátandi barn í fanginu, en samt verið þakklát fyrir það
~ ÉG vissi ekki að ég gæti farið grátandi út í bíl, af söknuði, eftir að hafa farið með barnið mitt á leikskóla í fyrsta sinn
~ ÉG vissi ekki að barn gæti svæft mig á kvöldin, þegar ég hefði í rauninni átt að vera að svæfa það
~ ÉG vissi ekki hversu notalegt það er að sofna með barninu sínu á kvöldin, í allt of stuttu rúmi, með allt of litla sæng og vakna með snuddufar á kinnini tveim tímum seinna
~ ÉG vissi ekki hvað það er ólýsanlega yndisleg tilfinning að fylgjast með systkina ást barnanna sinna, frá því að þau hittust í fyrsta sinn á spítalanum
~ ÉG vissi ekki hvað margar tilfinningar bærast í mömmuhjartanu þegar barnið byrjar í grunnskóla
~ ÉG vissi ekki hvað heimavinna er í augum fullorðinna
~ ÉG vissi ekki að það væri hægt að vera eins stolt og raun bar vitni yfir litlum hlutum, eins og fyrsta orðinu, fyrstu skrefunum, fyrsta skóladeginum, fyrstu tönninni sem datt og fyrstu einkununum
~ ÉG vissi ekki hvað það gæti verið erfitt þegar barnið þurfti að fara á slysó í fyrsta sinn, og annað sinn, og þriðja sinn…..
~ ÉG vissi ekki að ég gæti breyst í ljónynju á örskömmum tíma ef eitthvað bjátaði á hjá barninu mínu og varið það með kjafti og klóm
~ ÉG vissi ekki að ég myndi vera tilbúin að fórna lífi mínu fyrir barnið mitt, sama hvað!
~ ÉG vissi ekki hvað móðurást er, fyrr en ég varð MAMMA
ÉG á þrjú börn sem ég elska út af lífinu og er svo þakklát fyrir á hverjum degi, þrátt fyrir erfiða daga stundum og blóð, svita og tár.
Lífið er núna ~ Lifum því eins vel og við getum
Hægt er að fylgjast með Fríðu á Snapchat undir notandanafninu: fridabsandholt
Færslan birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.