fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Hollar og einfaldar uppskriftir af morgunmat frá Sunnu Rós

Lady.is
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef haft það í vana að byrja morgnana á hollum morgunmat. Að byrja daginn þannig lofar alltaf góðu að mínu mati. Maður fær minni löngun í sætindi yfir daginn og hefur næga orku. Ég fer ekki út úr húsi nema að vera búin að fá mér að borða, ef ég veit að ég hef ekki nægan tíma þá er alltaf gott að vera búin að undirbúa hann kvöldið áður.

Langaði að deila með ykkur uppskriftum sem ég held mikið upp á.

Þessi klassíski leti hafragrautur sem ég geri. Mér finnst þessi alveg frábær. Ég græja hann kvöldið áður og er hann síðan tilbúin um leið og ég vakna.

Hafragrautur:

45 gr hafrar

2 msk chia fræ

1 msk kanill

1 góð lúka vínber/epli – hvaða ávöxt sem þér þykir góður

1-2 dl möndlumjólk

Aðferð: 

Setjið hafra, chiafræ og kanil í box. Bætið síðan möndlumjólk við og síðan vínber/epli. Hrærið öllu saman og inní ísskáp yfir nótt.

Einfaldur chiagrautur:

2 dl möndlumjólk

2 msk chiafræ

1 tsk kanill

Hálf lúka möndlur

Hálf lúka jarðarber

Aðferð:

Setjið chiafræ í möndlumjólk og smá af kanil. Best er að leyfa chiafræjunum að ligga í ca 15 mín (lang best yfir nótt). Hellið í skál ásamt nokkrum möndlum og jarðarberjum. Ef ykkur finnst grauturinn vera of þunnur þá er gott að bæta við 1 matskeið af grísku jógúrt.

Langbest er að eiga alltaf til viku skammt af tilbúnum chiafræjum. 4 – 5 msk chiafræ og 2 dl vatn. Setja síðan í krukku og geyma í ca viku inni í ísskáp.

Vanillu chia grautur:

1-2dl kókosmjólk (best að nota rjómann sem er efst í dósinni)

1 dl kókosvatn

2 msk chiafræ

2 tsk sweet like syrup/ stevia dropar

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þegar þið opnið kókosmjólk í dós þá er hún oft þykkari efst. Það er svokallaður rjóminn úr mjólkinni. Í þennan graut er best að nota hann til þess að hafa hann meira „creamy“. Setjið kókosmjólkina og kókosvatnið í blandara. Bætið síðan við chiafræ sem hafa legið í bleyti í annaðhvort 15 mín eða 24 tíma. Bætið við sætu og ávöxtum eftir lyst.

Avókadó búðingur:

1 avókadó

2 dl kókosmjólk

1 tsk sweet like syrup / 1-3 dropar af steviu

Aðferð:

Setjið allt í blandara í u.þ.b. mínútu. Ef búðingurinn er of þykkur bætið þá meiri kókosmjólk.

Ab mjólk

Létt ab mjólk með ferskum ávöxtum eða múslí

Verði ykkur að góðu og eigið góðan dag 🙂

Uppskriftirnar birtust upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.