fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Hollar og einfaldar uppskriftir af morgunmat frá Sunnu Rós

Lady.is
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef haft það í vana að byrja morgnana á hollum morgunmat. Að byrja daginn þannig lofar alltaf góðu að mínu mati. Maður fær minni löngun í sætindi yfir daginn og hefur næga orku. Ég fer ekki út úr húsi nema að vera búin að fá mér að borða, ef ég veit að ég hef ekki nægan tíma þá er alltaf gott að vera búin að undirbúa hann kvöldið áður.

Langaði að deila með ykkur uppskriftum sem ég held mikið upp á.

Þessi klassíski leti hafragrautur sem ég geri. Mér finnst þessi alveg frábær. Ég græja hann kvöldið áður og er hann síðan tilbúin um leið og ég vakna.

Hafragrautur:

45 gr hafrar

2 msk chia fræ

1 msk kanill

1 góð lúka vínber/epli – hvaða ávöxt sem þér þykir góður

1-2 dl möndlumjólk

Aðferð: 

Setjið hafra, chiafræ og kanil í box. Bætið síðan möndlumjólk við og síðan vínber/epli. Hrærið öllu saman og inní ísskáp yfir nótt.

Einfaldur chiagrautur:

2 dl möndlumjólk

2 msk chiafræ

1 tsk kanill

Hálf lúka möndlur

Hálf lúka jarðarber

Aðferð:

Setjið chiafræ í möndlumjólk og smá af kanil. Best er að leyfa chiafræjunum að ligga í ca 15 mín (lang best yfir nótt). Hellið í skál ásamt nokkrum möndlum og jarðarberjum. Ef ykkur finnst grauturinn vera of þunnur þá er gott að bæta við 1 matskeið af grísku jógúrt.

Langbest er að eiga alltaf til viku skammt af tilbúnum chiafræjum. 4 – 5 msk chiafræ og 2 dl vatn. Setja síðan í krukku og geyma í ca viku inni í ísskáp.

Vanillu chia grautur:

1-2dl kókosmjólk (best að nota rjómann sem er efst í dósinni)

1 dl kókosvatn

2 msk chiafræ

2 tsk sweet like syrup/ stevia dropar

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þegar þið opnið kókosmjólk í dós þá er hún oft þykkari efst. Það er svokallaður rjóminn úr mjólkinni. Í þennan graut er best að nota hann til þess að hafa hann meira „creamy“. Setjið kókosmjólkina og kókosvatnið í blandara. Bætið síðan við chiafræ sem hafa legið í bleyti í annaðhvort 15 mín eða 24 tíma. Bætið við sætu og ávöxtum eftir lyst.

Avókadó búðingur:

1 avókadó

2 dl kókosmjólk

1 tsk sweet like syrup / 1-3 dropar af steviu

Aðferð:

Setjið allt í blandara í u.þ.b. mínútu. Ef búðingurinn er of þykkur bætið þá meiri kókosmjólk.

Ab mjólk

Létt ab mjólk með ferskum ávöxtum eða múslí

Verði ykkur að góðu og eigið góðan dag 🙂

Uppskriftirnar birtust upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.