fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Bleikt

Níu stórskemmtilegar kvikmyndir til að horfa á í tilefni Konunglega brúðkaupsins um helgina

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú um helgina mun Harry bretaprins ganga að eiga leikkonuna Megan Markle í kirkju Heilags Georgs í Windsor. Mikil spenna ríkir fyrir brúðkaupinu en nokkur skakkaföll hafa litað síðustu metrana í undirbúningnum. Það er samt um að gera að koma sér í gírinn fyrir daginn og horfa eina eða tvær skemmtilegar bíómyndir þar sem brúðkaup koma við sögu.


My Best Friend’s Wedding

Þær eru fáar rómantískar gamanmyndir þar sem jafn erfitt er að halda með aðalsöguhetjunni og My Best Friend’s Fedding. Julia Roberts leikur hina sjálfhverfu Julianne sem hyggst koma í veg fyrir að bestir vinur hennar Michael giftist hinni viðkunnanlegu Kimberly sem leikin er af Cameron Diaz. Tom Everett þykir sérstaklega skemmtilegur í hlutverki sínu sem George vinur Julianne.


Bridesmaids

Ein af skemmtilegri grínmyndum síðari ára. Kristen Wiig fer með hlutverk yfir-brúðarmeyjar í brúðkaupi vinkonur sinnar og hinum ýmsu vandamálum sem hún þarf að takast á við í aðdraganda brúðkaupsins. Leikur Melissu McCarthey þykir sérstaklega eftiminnilegur enda var þetta myndin sem endanlega kom henni á kortið.


Wedding Singer

Vafalaust ein af skemmtilegri myndum Adam Sandlers. Robbie Hart á sér stóra drauma um frægð og frama sem rokkstjarna. Þá hefur hann þó þurft að gefa upp á bátinn og vinnur nú fyrir sér sem söngvari í brúðkaupum. Hann kynnist gengilbeinunni Juliu sem leikin er af Drew Barrymore sem fær hann til að aðstoða við hennar eigin brúðkaups undirbúning í kjölfar þess að unnusta Robbie fer frá honum.


Four Weddings and a funeral

Þessi hugljúfa breska gamanmynd sló í gegn á tíunda áratugnum og var myndin sem skaut Hugh Grant upp á stjörnuhimnininn. Að vanda leikur Grant vandræðalegan en sjarmerandi mann, en sá fellur fyrir bandarískri konu sem hann hittir í brúðkaupi. En þau reynast þau verða fleiri en þetta eina eins og titill myndarinnar gefur til kynna.


The Wedding Planner

Jennifer Lopez leikur konu sem sér um brúðkaupsskipulagningu. Til allrar ólukku fellur hún fyrir brúðgumanum sem hún hafði fyrir tilviljun bjargað henni frá slysi. Brúðguminn er leikinn af Matthew McConaughey.


Mamma Mia!

Söngleikjabíómynd gerð eftir lögum ABBA fór sigurför um heiminn. Verkið var einnig sett upp hérlendis sem í Borgarleikhúsinu. Myndin segir frá frá hinni tvítugu Sophie sem hefur boðið þremur mönnum í brúðkaupið sitt, enhana grunar að einn af þeim hljóti að hera faðir hennar. Þeir höfðu allir verið í tygjum við móður hennar á árum áður, en hún er leikin af Meryl Streep.


Runaway bride.

Í þessari mynd frá 1999 sameina Julia Roberts og Richard Gere á ný krafta sína en þau sýndu áður eftirminnilega takta í einni þekktustu rómantísku gamanmynd allra tíma, Pretty Women. Í Runaway Bride fer Gere með hlutverk blaðamanns sem er gert að skrifa um konu, leikna af Julie, sem hefur yfirgefið þrjá menn við altarið á brúðkaupsdaginn.


My Big Fat Greek Wedding

Þessi óvænti smellur sló rækilega í gegn á sínum tíma og vakti mikla athygli, þá sérstaklega fyrir þær sakir að kostnaður við gerð myndarinnar var einstaklega lár miðað við gróða og áhorfendatölur. Myndin fjallar um Toulu, leikin af Niu Vardalos en hún skrifaði einnig handritið, sem fellur fyrir manni sem er ekki grískur eins og hún. Í brúðkaupsundirbúningum kynnumst við kostulegri fjölskyldu Toulu sem eru meira en lítið afskiptasöm.


27 dresses

Kathrine Heigl leikur Jane sem hefur í heil tuttugu og sjö skipti þjónað hlutverki brúðarmeyjar en aldrei gift sig sjálf. Hún á einstaklega erfitt með að segja nei við fólk og er yfir sig ástfangin af yfirmanni sínum. Í kjölfar þess að hann tekur upp við systur hennar og hún kynnist blaðamanninum Kevin byrjar Jane að sjá að hlutirnir þurfa að fara að breytast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.