fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Manst þú eftir þessum gömlu góðu klassísku útileikjum?

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarnir breytast og mennirnir með, er orðatiltæki sem á vel við í dag. Á skömmum tíma hefur samfélagið okkar breyst mikið og má oft heyra fullorðið fólk kvarta yfir því hvað börn og unglingar hanga mikið inni í dag.

Það er þó ekki skrítið, enda hefur fjöldinn allur af skemmtilegri afþreyingu sprottið upp undanfarin ár sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.

Hins vegar er gaman að rifja upp þá gömlu góðu tíma þar sem börn léku sér úti frá morgni til kvölds með því að skoða nokkra hefðbundna útileiki sem stundaðir voru.

Það er svo um að gera að nýta komandi sumar og fara út með börnunum sínum, kenna þeim þessa gömlu leiki og taka þátt sjálfur.

Prins póló:

Þennan leik ættu flest allir foreldrar að kannast við enda var hann gríðarlega vinsæll á sínum tíma.

 • Einn byrjar á því að „verann“ og stillir hann sér upp á móti restinni af hópnum í um það bil 10 metra fjarlægð.
 • Hópurinn raðar sér upp í röð á móti, hlið við hlið.
 • Sá sem „erann“ ákveður einhverja tegund : Bílategund, fatamerki eða þess háttar.
 • Hann kallar til hópsins hvaða tegund hann hann valdi en segir þeim ekki hver rétt tegund sé. (Til dæmis Toyota)
 • Hópurinn giskar svo hver bílategundin er, einn í einu.
 • Þegar einn úr hópnum giskar á rétt svar, hleypur sá sem „erann“ af stað í átt að hópnum. Sá sem giskaði rétt gerir slíkt hið sama nema í hina áttina. Þegar þeir eru komnir út í enda kalla þeir „Prins“, snúa sér við og hlaupa aftur til baka og kalla á leiðarenda „Póló“.
 • Ef sá sem giskaði rétt nær að vera á undan þeim sem er hann þá heldur hann sínum stað. Ef ekki þá skipta þeir um hlutverk.

Jósep segir:

 • Einn úr hópnum er valinn til þess að vera Jósep. Hann gefur ýmsar skipanir sem allir verða að hlýða, en þó bara ef stjórnandinn segir „Jósep segir“ á undan skipuninni.
 • Ef hann sleppir því að segja „Jósep segir“ og einhver framkvæmir skipunina þá er sá hinn sami úr leik.
 • Dæmi: Jósep segir að allir eigi að klappa: Þá eiga allir að klappa / Jósep segir setjast niður: Þá eiga allir að setjast niður / Standa upp: Þá á enginn að standa upp þar sem „Jósep segir“ vantaði.

Lögga og bófi:

 • Tveir eru valdir til þess að vera lögga og bófi.
 • Aðrir þátttakendur para sig saman tveir og tveir, standa á móti hvor öðrum og haldast í hendur. (Mynda gat á milli handanna). Pörin dreifa sér um svæðið og passa að vera ekki nálægt hvert öðru.
 • Eltingaleikur hefst á milli löggunnar og bófans. Löggan reynir að ná fanganum en hann getur bjargað sér með því að hlaupa inn á milli handanna hjá einhverju af parinu. Ef honum tekst það verður sá sem bófinn snýr baki í að bófa og þarf hann að hlaupa frá löggunni.
 • Ef löggan nær fanganum þá skipta þeir um hlutverk og leikurinn heldur áfram.

Ein ég sit og sauma:

 • Börnin leiðast í hring og ganga réttsælis.
 • Eitt barn situr inni í miðjum hringnum og þykist vera að sauma.
 • Þegar hópurinn syngur „Hoppaðu upp“, þá hoppar barnið upp.
 • Þegar hópurinn syngur „lokaðu augunum“, þá lokar barnið augunum.
 • Þegar hópurinn syngur „bentu í austur, bentur í vestur, bentu á þann sem að þér þykir bestur“, þá bendir barnið í sitthvora áttina, stoppar svo og bendir á einn úr hópnum.
 • Sá sem barnið bendir á skiptir svo um hlutverk við þann sem var í miðjunni.

Lag sem fylgir leiknum:

Ein ég sit og sauma
inni’ í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum,
bentu í austur, bentu í vestur,
bentu á þann sem að þér þykir bestur

Í grænni lautu:

Við mælum ekki með því að nota giftingarhringinn fyrir þennan leik en að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða litla hlut sem er
 • Í upphafi leiks fær eitt barnið hring sem það geymir í lófa sínum.
 • Hópurinn stendur í hring nema einn sem grúfir sig niður í miðjunni.
 • Nemendur syngja lagið sem fylgir með leiknum og ganga réttsælis í hring.
 • Þegar laginulýkur rétta allir þátttakendur fram hendur með kreppta hnefa og sá sem er í miðjunni fær þrjár tilraunir til þess að finna hringinn með því að slá létt á þá hendi sem hann grunar.
 • Ef hann finnur hringinn ekki er leikurinn endurtekinn nema þá hafa þeir þátttakendur sem búið var að slá á hendina þá hendi fyrir aftan bak.

Lag sem fylgir leiknum:

Í grænni lautu þar geymi ég hringinn
sem mér var gefinn og hvar er hann nú,
sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

Eina króna / Fallin spíta:

 • Hægt er að nota ljósastaur eða spýtu í góðri stærð sem stillt er upp við vegg.
 • Einn er valinn til þess að „verann“ og bíður hann hjá spítunni með lokuð augun og telur upp að fimmtíu.
 • Á meðan fela aðrir þátttakendur sig.
 • Þegar sá sem „erann“ hefur lokið við að telja á hann að reyna að finna alla hina.
 • Hann má labba frá staurnum en um leið og hann sér einhvern úr hópnum þá á hann að hlaupa aftur til baka og kalla: Eina króna fyrir Gunnu, einn, tveir og þrír / eða: Fallin spíta fyrir Gunnu, einn, tveir og þrír ( Fer eftir því hvernig þátttakendur lærðu leikinn)
 • Þá er Gunna úr leik og bíður á meðan leikurinn klárast.
 • Á meðan sá sem „erann“ er að leita að þeim sem földu sig þá eiga þeir sjálfir að reyna að komast að ljósastaurnum/spítunni og kalla: Eina króna fyrir mér, einn, tveir og þrír / eða: Fallin spíta fyrir mér einn tveir og þrír. Ef það tekst þá hefur hann frelsast og sá sem „erann“ heldur áfram að reyna að fanga hina.

Falskar tennur:

 • Allir þátttakendur sitja eða standa í hring og klemma saman munninn svo ekki sjáist í tennurnar.
 • Þátttakendur velja sér ávöxt eða grænmeti og tilkynna hvað þeir velja.
 • Leiðbeinandi byrjar á klepphreyfingu og allir fylgja. Hann segir sinn ávöxt (tvisvar eða þrisvar sinnum eftir því hvað hann ákveður) og bætir svo við einum ávexti.
 • Sá sem á þann ávöxt tekur við, endurtekur það sem leiðbeinandinn sagði og bætir síðan við öðrum ávexti og svo koll af kolli.
 • Sá sem sýnir tennurnar er úr leik.

Blindi indíáanahöfðinginn:

 • Einn er valinn til þess að vera indíánahöfðinginn og er bundið fyrir augu hans og hann látinn sitja í miðjunni.
 • Þátttakendur sitja í hring í kring.
 • Indíánahöfðinginni situr með krosslagða fætur og fyrir framan hann er fjársjóður sem hann vill verja.
 • Leikurinn gengur út á það að þátttakendurnir eiga að reyna að stela fjársjóði hans.
 • Leiðbeinandinn bendir á einhvern úr hópnum sem á að reyna að skríða eins hljóðlega og hann getur og reyna að ræna fjársjóðnum.
 • Blindi indíáninn á að reyna að greina hvaðan hljóðið er að koma og benda í áttina að því. Ef hann bendir í rétta átt fær hann að halda áfram að vera indíánahöfðinni en ef einhver þátttakandi nær fjársjóðinum fær sá að „verann“.

Hægt er að skoða enn þá fleiri inni og útileiki á síðunni Leikjavefurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.