fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Fríða hannar ævintýralega álfagarða – Myndir

Fríða B. Sandholt
Fimmtudaginn 17. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi. Eitt af því sem ég hef gert eru litlir álfagarðar.
Mér finnst ótrúlega gaman að gleyma mér í smá stund, gróðursetja sumarblóm og raða litlum fígúrum og skrauti. Ég veit, það hljómar svolítið skringilega 😉
En í alvörunni, ég mæli með að þið prufið 🙂 
 

Ég hef í nokkur ár gert lítinn álfagarð í blómapotti sem ég hef látið standa fyrir utan hjá mér á sumrin. Það er bara eitthvað svo töfrandi við að búa til lítinn sætan álfagarð, gleyma sér í að gróðursetja og raða þessum litlu sætu fígúrum og skrauti. Það er svo mikið fallegt hægt að nota til að skreyta garðinn. Börnunum finnst þetta líka alveg ótrúlega mikið sport og þau geta staðið tímunum saman og skoðað litla álfagarðinn og látið hugann reika og svifið inn í heim álfa og ævintýra.

Hér að neðan koma nokkrar myndir af álfagörðum sem ég hef búið til og svo set ég líka myndir sem ég tók þegar ég var að gera álfagarðinn sem ég gerði um daginn.

Þetta er fyrsti álfagarðurinn sem ég bjó til. Ég gerði lítinn læk og setti brú yfir.
Lækinn bjó ég til úr álpappír og bláu teipi. Það þarf ekki alltaf að vera flókið 😉
Þennan garð gerði ég í fyrra.
Grindverkin og kanínurnar fékk ég á ebay og kindurnar í Söstrene Grene.
Álfastelpuna og húsið fékk ég í góða hirðinum á klink.
Álfagarðurinn getur líka verið fallegur í vetrarskrúðanum.
Í álfagarðinn sem ég bjó til um daginn notaði ég þessi blóm.
Byrjuð að raða.
Fjólurnar komnar í.
Búin að setja húsið og álfastelpuna.
Skiltið sem er þarna fékk ég að gjöf frá systir minni sem býr í Noregi.
Trédrumbarnir eru staup sem standa á hvolfi, en ég fékk þau í Góða hirðinum.
Þarna fannst mér eitthvað vanta í garðinn. Hann var hálf tómlegur.
Ég fór því og keypti eina hengiplöntu og bætti henni við.
Litlu álfastelpuna sem heldur á gulrótunum fékk ég líka í gjöf
frá systur minni í Noregi.
Svo gerði ég annan garð,
því að ég átti annað hús og eitthvað af aukadóti
sem komst ekki í fyrri garðinn.
Ég á líka yngri systir sem bjó til þennan fallega garð.
Það þurfa ekki endilega að vera álfar í svona görðum. Þarna notaði hún litlar sætar KUSUR
ásamt því að vera með einn álf líka sem stóð í miðju blómahafinu.
Sandkassinn er búinn til úr dekki af ónýtum leikfangabíl sem var svo fyllt af sandi.
~Sniðugt~
Þennan garð gerði líka yngri systir mín.
En þarna setti hún lítinn fugl í garðinn og hreiður með eggjum
Brúin sem hún notaði er úr hamstrabúri sem hún var hætt að nota.
Og litla húsið nýttist einusinni sem skraut í fiskabúri.
Og að lokum minni ég á snappið mitt sem er opið öllum, svo að ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga á að sjá það sem ég er að brasa og bardúsa: fridabsandholt
Og munið að lífið sjálft er merkilegasta ævintýrið.
Góða skemmtun! og megi garðarnir ykkar verða margir og ævintýralegir.
Fyrir ykkur sem eruð að spá í að prufa að gera svona garð, þá er ýmislegt hægt að finna á ebay með því að slá inn leitarorðið „miniature garden“ og þá kemur upp fullt af fallegum hlutum sem sóma sér afar vel í fallegum álfagarði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.