fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Matur

13 stórbrotin ráð hvernig best er að geyma matvæli

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Best er að geyma hveiti í kæli. Ef þú notar það sjaldan er best að geyma það í loftþéttum umbúðum í ísskápnum. Þetta á bæði við um heilhveiti sem og hvítt hveiti.

Avókadó er ekki ódýr og á það til að skemmast mjög fljótt. Best er því að skera það í helming og skræla börkinn af, setja í frystipoka og í inn í frysti.

Gott er að setja hnetur í frysti því það hjálpar þeim að viðhalda náttúrulegum olíum. Setjið hneturnar í loftþéttar umbúðir og þá endast þær góðar í allt að átta mánuði í frystinum.

Kuldi breytir sterkjunni í kartöflum í sykur sem gerir það að verkum að áferð kartaflanna verður mjölkennd og bragðið verður örlítið sætara. Best er að geyma kartöflur í bréfpoka í nokkuð köldu geymslurými.

Laukur þarf loftflæði til þess að haldast ferskur. Best er að geyma hann í bréfpoka með götum á í kaldri geymslu. Þó skalt þú ekki geyma þá nálægt kartöflunum því laukur gefur frá sér gastegund sem lætur kartöflur eyðileggjast fyrr.

Kalt loft breytir efnasamskiptum í tómötum, því er best að geyma þá uppi á eldhúsborði fyrir besta bragðið.

Kaffibaunir á aldrei að geyma í ísskáp þar sem rakinn í ísskápnum dregur úr kaffibragðinu. Best er að geyma kaffibaunirnar í loftþéttum umbúðum inni í geymslu.

Geymið ávallt sveppina í bréfpoka. Plast lokar inni raka sem veldur því að sveppirnir mygla.

Geymið engiferrótina í frystinum. Þá endist hún mun lengur og auðveldara er að rífa hana.

Þegar þið setjið kál inn í ísskáp leyfið þá smá pappír að fylgja með. Pappírinn dregur í sig raka og kálið geymist mun lengur.

Frystið kryddjurtirnar í ólífuolíu. Hellið ólífuolíu í klakaform og setjið kryddjurtirnar út í. Olían mun draga í sig bragð af jurtunum. Notið eftir þörfum til steikingar.

Vefjið plastfilmu um toppinn á bananaklasanum. Þá geymast þeir í um það bil viku lengur.

 Frystið eggin ef þau eru að renna út: Já, það má frysta egg. Takið egg og hrærið saman með gaffli, setjið örlítið salt eða sykur u.þ.b. ½ tsk. fyrir hver 6 egg. Það má frysta þau t.d. 3 saman í poka sem er algengt magn í bakstri eða í klakaformi. Einn klaki er svipað magn og eitt lítið egg. Einnig má frysta eggjahvítur og eggjarauður í sitthvoru lagi. Ef eggjarauður eru frystar er látið örlítið salt eða ½ t.s.k. fyrir 12-14 eggjarauður. Það þarf ekki salt í eggjahvíturnar, aðeins skella þeim í poka, loka fyrir og inn í frystir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Landsliðsveitingar í brúðkaupi aldarinnar – Kokkur sem sjálfur Gordon Ramsey hefur lofað

Landsliðsveitingar í brúðkaupi aldarinnar – Kokkur sem sjálfur Gordon Ramsey hefur lofað
Matur
Fyrir 1 viku

Ofureinföld hindberjasulta – Aðeins þrjú hráefni

Ofureinföld hindberjasulta – Aðeins þrjú hráefni
Matur
Fyrir 2 vikum

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma
Matur
Fyrir 2 vikum

Sumarsalatið sem hressir, bætir og kætir

Sumarsalatið sem hressir, bætir og kætir