fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Einföld og góð uppskrift frá Tinnu af sósu sem passar vel með öllu

Fagurkerar
Laugardaginn 21. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa..

Alltaf þegar ég fæ fólk í mat þá er talað um að sósan sé svo góð og á mínu heimili er hún kölluð ,,mömmusósa.” :)

Ég er ekkert að finna upp neitt hjól hérna en ef það eru einhverjir sem eru ekki vanir því að gera heita sósu með matnum eða einhverjir sem vilja prófa eitthvað nýtt þá mæli ég svo innilega með því að prófa þessa. Það er alveg rosalega einfalt og fljótlegt að útbúa sósuna.

Innihald:

1/2 L matreiðslurjómi (stundum nota ég frekar mjólk og smá vatn ef ég á ekki til matreiðslurjóma)

Dass af mjólk eða vatni

1/2 kjúklinga súputeningur (hægt að nota frekar nauta- eða grænmetis en ég hef alltaf notað kjúklinga)

Sveppasósugrunnur (hægt að sleppa – en hann gefur mikið og gott bragð. Sá sem ég nota fæst í Bónus og mér finnst hann mjög góður)

1/2 villisveppa- og 1/2 hvítlauksostur (ég notaði þessa osta í gær en nota lang oftast 1/2 pipar- og 1/2 villisveppaost, en hægt að nota hvaða ost sem er, hægt að setja t.d. heilan piparost eða 1/2 og 1/2 af tegund sem þið viljið blanda saman)

Salt og pipar eftir smekk

30738977_10155587349919422_3513820325198430208_n

Aðferð:

Byrja alltaf á því að hella matreiðslurjómanum í pott og kveiki á hellunni, fer svo beint í það að skera ostinn, sker hann í litla bita og set þá beint út í. Set næst súputeninginn og þegar það er kominn góður hiti á þetta set ég sveppasósugrunninn út í og hræri vel saman. Bæti við mjólk (eða vatni) eftir þörfum, til að þykkja eða þynna. Svo set ég salt og pipar, alveg ágætlega af því og hræri sósuna bara vel allan tímann og hún er tilbúin þegar ostarnir eru eiginlega alveg bráðnaðir (mega vera pínu kögglar eftir sem mér finnst bara fínt).

 

30704942_10155587349879422_19843122569674752_n

Uppskriftin birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Hægt er að fylgjast með Tinnu á Snapchat: tinnzy88

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.