fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Silíkonpúðar Stefaníu kostuðu hana heilsuna: „Einn þeirra var rifinn og hinn var farinn að leita undir handakrikann“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Jakobsdóttir fór í lok árs árið 2013 í aðgerð til þess að láta minnka og laga brjóstin hennar. Í aðgerðinni voru settir silíkonpúðar í brjóstin sem áttu eftir að kosta Stefaníu heilsuna.

„Áður en ég fór í þessa aðgerð var ég heilbrigð og heilsuhraust, mig langar til þess að segja frá því hversu slæm áhrif þetta hafði á líf mitt til þess að opna augu fólks fyrir áhættum sem geta fylgt þessum aðgerðum,“ segir Stefanía Jakobsdóttir sem hefur þurft að glíma við margskonar veikindi í kjölfar þess að líkami hennar hafnaði silíkon púðunum.

Endaði á bráðamóttöku vegna verkja

„Um mitt ár 2014 byrjaði ég að finna fyrir miklu orkuleysi, þreytu og verkjum í líkamanum. Ég fékk verk fyrir brjóstið og í rifbeinin sem mér var sagt að væru eðlileg viðbrögð við aðgerðinni. Með tímanum fór ég einnig að eiga erfitt með að brenna fitu sama hvað ég lagði mikið á mig, og var þá fundið út úr því að skjaldkirtilinn minn væri orðin vanvirkur.“

Í byrjun árs 2015 versnaði heilsa Stefaníu til muna og endaði hún í nokkur skipti á bráðamóttöku með verki í kvið, brjóstinu og öllum líkamanum.

Stefanía þegar hún var orðin mjög veik

„Ég fékk endurteknar sýkingar og blæðingar frá nýrum, legi, ristli og smáþörmum. Einnig fékk ég eitlastækkanir og þurfti ég að ganga undir margar rannsóknir. Í ljós kom að fyrir utan vanvirkan skjaldkirtil var ég einnig með fjórfalt prólaktín sem er hormón sem örvar fyrst og fremst þroskum brjósta og örvar mjólkurmyndun eftir fæðingu barns. Offramleiðsla á prólaktíni getur valdið blæðingarstoppi og því að líkaminn framleiði ekki egglos.“

Líkaminn þoldi ekki álagið

Stefanía var einnig greind með vefja- og liðagigt, festumein, vöðvaeymsli og hafði hún þróað með sér Colitis sjúkdóm, sem er ristilsjúkdómur.

„Það var ekki mikið hægt að gefa mér ástæður fyrir því af hverju þetta var að gerast og því gat ég ekki meðhöndlað þetta nógu vel. Ég hélt því áfram í skólanum og vinnu og að reyna sinna áhugamálunum mínum og félagslífi sem varð erfiðara og erfiðara með tímanum.“

Stefanía, sem áður hafði verið dugleg að hreyfa sig þurfti að taka sér hlé frá líkamsrækt og minnka við sig vinnuna þar sem líkami hennar þoldi ekki álagið.

Stefanía hafði áður verið dugleg að hreyfa sig og rækta líkamann

„En það varð normið fyrir mér að vera orkulaus, þreytt og verkjuð daglega. Hlutirnir fóru síðan að versna enn þá meira þegar ég fór að finna fyrir miklu minnisleysi, hausverkjum og sjónin mín fór að versna. Ég var að detta í yfirlið og átti erfiðara með að einbeita mér að hlutum og samskiptum. Ég byrjaði að fá ofnæmi fyrir vörum og mat sem ég hafði áður getað notað og borðað. Ég er enn þann dag í dag að fá bráðaofnæmi fyrir nýjum hlutum.“

Eyddi sumrinu rúmliggjandi og upplifði sjálfsmorðs höfuðverki

Dagleg líðan Stefaníu var orðin mjög slæm og upplifði hún verki í líkamanum, maganum og höfðinu ásamt því að finna reglulega fyrir ógleði og svima.

„Ég átti orðið erfitt með að sinna vinnunni og daglegu lífi. Að labba heim eftir langan dag var stundum ómögulegt þar sem lappirnar voru einsog leir undir mér. Ég greindist með tvennskonar höfuðverki, mígreni og cluster, sem eru sjálfsmorðs höfuðverkir (Suicide höfuðverkir). Skiljanlega fór þetta að taka toll á andlegu hliðina, sem er jafn mikilvæg. Að vera svona ung og geta ekki lifað lífinu eins og ég gat og gerði áður með fulla heilsu, ung og upplifa æskuna og geta ekki tekið þátt í félagsskap með jafnöldrum mínum í skemmtunum og samveru vegna heilsuleysis. Ég þurfti því að hætta vinna og æfa um mitt ár 2017 og byrjaði í endurhæfingu.

Síðastliðið sumar var Stefanía orðin það langt leidd af veikindum sínum að hún eyddi mest öllum tíma sínum rúmliggjandi.

„Ég var skíthrædd hvað beið mín og ég hafði enga von um að ég myndi nokkurn tíma ná heilsu. Ég tel mig vera heppna að það sama sumar var fattað að brjóstapúðarnir voru að gera mig veika og þeir voru fjarlægðir. En einn þeirra var rifinn og hinn var farin að leita undir handarkrikann og var búið að myndast loft á milli.“

Mun þurfa að lifa með sjúkdómana þrátt fyrir aðgerð

Stefanía fór í aðgerð í ágúst á síðasta ári hjá öðrum lækni heldur en þeim sem hafði sett púðana í hana en sá læknir hafði ekki séð tilgang til þess að flýta Stefaníu í aðgerð þrátt fyrir að búið væri að staðfesta að um leka í púðanum væri að ræða.

Eftir aðgerðina þar sem brjóstapúðar Stefaníu voru fjarlægðir

„Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina í ágúst síðastliðnum var helmingi auðveldara að anda, þunginn fyrir brjóstinu á mér var farin og ég gat dregið djúpt andann. Við tók erfiður kafli en í dag eru komnir rúmir átta mánuðir frá því að púðarnir voru fjarlægðir og er ég með hverjum mánuðinum sem líður að ná bata, að geta tekið göngutúr er stór sigur fyrir mig í dag. Hvað þá að geta tekið smá æfingu í ræktinni.“

Stefanía mun samt sem áður þurfa að lifa með marga sjúkdóma og veikindi af völdum brjóstapúðana en hún er þó þakklát fyrir þá heilsu sem hún hefur náð til baka.

Stefanía sex mánuðum eftir aðgerð

„Ég missti það mikilvægasta sem ég átti við það að fara í þessa aðgerð, heilsuna mína. Og er ég með því að deila sögunni minni að reyna koma í veg fyrir að þetta komi fyrir fleiri. Vonandi opna augu fólks hvað það getur gert líkamanum að setja svona aðskotahlut í hann. Hér á orðatiltækið vel við: Þú veist ekki hvað þú átt hefur fyrir en misst hefur. Ekkert er þess virði að missa heilsuna yfir. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.