fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Sáðlát – já takk!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 24. mars 2018 21:00

Það má viðhalda góðri heilsu blöðruhálskirtilsins með því að hafa sáðlát reglulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta aðgengið að kirtlinum er í gegnum endaþarm – Reglulegt sáðlát mikilvæg vörn gegn vandamálum í blöðruhálskirtli

Í mars á hverju ári stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaki sem ætlað er að auka árvekni karlmanna varðandi krabbamein, auk þess að safna peningum til rannsókna. Mottumars er jákvætt og skemmtilegt átak, í ár eru það röndóttu sokkarnir sem eru farnir að prýða fætur um allan bæ og auðvitað yfirvaraskeggin sem margir leggja mikinn metnað í. Krabbamein í blöðruhálskirtli er á dagskránni þetta árið, enda er það algengasta krabbamein hjá körlum á Íslandi. Árlega greinast rúmlega 200 karlar með slík krabbamein og tölfræðin segir okkur að einn af hverjum átta íslenskum karlmönnum geti búist við þeirri greiningu á lífsleiðinni.

Mikill árangur hefur náðst í greiningu og meðferð við blöðruhálskrabbameini en í dag eru 90% þeirra sem greinast á lífi fimm árum síðar – það hlutfall var aðeins 30% fyrir hálfri öld. Lykilatriði er að karlmenn þekki einkennin sem kunna að koma í ljós á fyrri stigum sjúkdómsins. Þau eru til dæmis:

Þvagtregða – bunan kemur seint og það vantar kraft í hana, dropar í lok bununnar og erfitt að tæma þvagblöðruna

Að pissa oft – til dæmis að vakna að næturlagi til að pissa

Blöðrubólga – verkur eða óþægindi við að pissa

Blóð í þvagi eða sæði – þó er það einkenni algengara ef meinið er góðkynja

Ef krabbameinið hefur náð að dreifa sér geta einkenni frá öðrum líffærakerfum komið fram. Til dæmis:

Beinverkir í mjöðmum, mjaðmagrind, hryggsúlu eða lærleggjum

Þreyta

Slappleiki

Þyngdartap

Þessar upplýsingar ásamt ýmsum öðrum fróðleik um krabbamein í blöðruhálskirtli er að finna á heimasíðu átaksins, mottumars.is.

Einn hluti vefsíðunnar fjallar um það sem hægt er að gera til að draga úr líkunum á að krabbamein myndist, en talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 40% krabbameina með heilbrigðum lífsstíl. Við vitum öll að það er slæm hugmynd að reykja, við ættum að passa okkur á áfengisneyslu og ljósabekkjum, og að sjálfsögðu er heilbrigt mataræði, líkamsþyngd og hreyfing eitthvað sem hjálpar til. En, og haldið ykkur nú fast, það er ekki minnst einu orði á tiltekið fyrirbæri sem rannsóknir hafa sýnt að getur haft heilmikil áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli – nefnilega SÁÐLÁT!

Sáðlát – já takk!

Já herrar mínir – það má nefnilega viðhalda góðri heilsu blöðruhálskirtilsins með því að hafa sáðlát reglulega og gildir einu hvort sáðlátið er framkallað með samförum, öðru kynlífi, sjálfsfróun eða það eigi sér stað í svefni. Í stórri bandarískri rannsókn á tæplega 30.000 karlmönnum kom í ljós að þeir sem höfðu sáðlát 21 sinni í mánuði eða oftar voru 33% ólíklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli (Leitzmann 2004). Áströlsk rannsókn á 2.338 karlmönnum sýndi mjög svipaðar niðurstöður. Þar kom í ljós að þeir sem höfðu sáðlát 4,6–7 sinnum í viku voru 36% ólíklegri til að greinast með meinið fyrir sjötugt (Giles 2003).

Reglulegt sáðlát er líka mikilvæg vörn gegn öðrum vandamálum í blöðruhálskirtli eins og góðkynja stækkun og sýkingum. Kirtillinn sjálfur myndar vökva sem er partur af sæðisvökvanum sem kemur út við sáðlát. Vökvinn er sérhannaður til að flytja sáðfrumur og næra þær. Ef sæðisvökvinn lendir í leggöngum á vökvinn úr blöðruhálskirtlinum líka þátt í að hlutleysa súrt umhverfi legganganna og auka með því líkur á getnaði. Þegar vökvi tæmist úr blöðruhálskirtlinum við sáðlát skolast skaðleg efni út úr líkamanum.

Gott ráð

Ef krabbameinið hefur náð að dreifa sér geta einkenni frá öðrum líffærakerfum komið fram.

Fyrir utan að fá það 21 sinni í mánuði AÐ LÁGMARKI er hægt að gera enn þá betur með því að stunda reglulegt nudd á blöðruhálskirtlinum. Hann er nefnilega einstaklega kynnæmur og getur aukið á nautnina og framkallað djúpa og slakandi fullnægingu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að nudda eigin blöðruhálskirtil, en til eru titrarar og leikföng sérstaklega ætluð til þess. Skemmtilegast er þó líklega að fá einhvern til hjálpar – kynlífsfélaga sem kann til verka og hefur kynnt sér tæknina.

Góða skemmtun strákar!

Nokkrir punktar um nudd á blöðruhálskirtli:

Besta aðgengið að kirtlinum er gegnum endaþarm

Notið smokk eða hanska á fingur ef þið viljið viðhafa ítrasta hreinlæti

Ef fingri eða fingrum er rennt inn í endaþarm finnst kirtillinn á framveggnum um 5 sentimetrum ofar en innri hringvöðvinn

Notið sleipiefni og byrjið með einum fingri eða einhverju álíka mjóu

Leyfið viðtakanda að slaka á og minnið hann á að anda (það þarf oft)

Notið hægar og djúpar strokur, prófið ykkur áfram, finnið út hvað virkar

Notið hina höndina til að örva blöðruhálskirtilinn utan frá gegnum spöngina (svæðið milli pungs og endaþarms)

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni Hamraborg 11

www.raggaeiriks.com

raggaeiriks@asm.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.