fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

G-blettsnuddarinn, framhjáhaldarinn og vændiskaupandinn sem gerðu allt vitlaust

Umdeildar greinar – „Konur eru miklu meiri teprur í kynlífi“ – Mikil kynorka og þörf fyrir viðurkenningu

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 11. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer að líða að 20 ára starfstíðarafmæli ykkar einlægrar sem kynlífspenna. Ævintýrið hófst á Degi Tímanum, þar sem fyrsti kynlífspistillinn birtist laugardaginn 16. janúar árið 1999, en hann fjallaði um blæti/munanautnir/munalosta: „Jóni getur fundist einn og einn nælonsokkur skemmtilegt svefnherbergiskrydd á meðan séra Jóni rís ekki hold nema gengið sé yfir hann á pinnahælum,“ er meðal þess sem þar er ritað. Pistillinn dvelur þar á rafrænu formi í góðum félagsskap annars prentefnis Íslandssögunnar. Á ferlinum hef ég komið víða við, tekið viðtöl við ógrynni af hugrökku og athyglisverðu fólki, skrifað um efni sem flokkast hafa undir tabú, og svarað óteljandi spurningum sem lesendur hafa sent inn.

Í tilefni opnunar vefjar míns, raggaeiriks.com, þar sem hægt er að nálgast greinar mínar frá ýmsum tímabilum, sem og upplýsingar um önnur verkefni, ákvað ég að grafa mig ofan í hrúguna og birta brot úr nokkrum greinum sem vöktu mikla athygli þegar þær komu út. Greinarnar má finna í heild sinni á raggaeiriks.com. Gjörið svo vel!

„Konur eru miklu meiri teprur í kynlífi“

Við Sæmundur (dulnefni) spjölluðum um kynlíf hans með karlmönnum. Hann stundar það reglulega en er þó ekki hommi: „Auðvitað hef ég fengið að heyra að ég sé hommi og þori ekki út úr skápnum. En þannig upplifi ég sjálfan mig ekki – ég hlýt að fá að skilgreina sjálfan mig. Ég þekki mig betur en einhver annar.“

Sæmundur lýsir muninum á körlum og konum svona:

„Þegar um karlmenn er að ræða er nákvæmlega ekkert mál að hittast bara til að ríða – og forsendurnar eru skýrar frá byrjun. Það þarf ekki einhvern söng og dans á undan, og enginn er hræddur við að fá á sig druslustimpil. Stelpur eru yfirleitt ekki tilbúnar að hittast strax til að stunda kynlíf, nema á djamminu – og maður nennir nú ekki alltaf að vera fullur til að geta farið að veiða fullar stelpur. Það væri líka smá krípí að vera edrú og fara út að veiða fullar stelpur. Fólk getur verið svo feimið en svo með áfenginu fara allar hömlur. Þetta er ekki nógu gott.“

Fyrst birt á Kynlífspressunni 2016

G-blettsnudd í Kópavogi

G-blettsmaðurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar viðtal mitt við hann birtist í Man magasín. Herra G er bara venjulegur gaur með óvenjulegt áhugamál – að nudda G-bletti kvenna sem til hans leita, veita þeim fullnægingar og í mörgum tilfellum kenna þeim að hafa saflát. Sitt sýndist hverjum um ágæti iðjunnar, sumir hrópuðu VÆNDI, en þess ber að geta að herra G hefur aldrei þegið greiðslur fyrir. Kaffistofurnar loguðu og margir þóttust vissir um hvern væri talað. Grípum niður í viðtalið þar sem hann lýsir heimsóknum kvennanna:

„Ég hitti konurnar yfirleitt á netinu, Einkamálum, Facebook eða þá að einhver sem þekkir til bendir þeim á að hafa samband við mig. Eftir dálítið spjall segi ég þeim frá því hvað ég geri og finn fljótlega hvort þær eru spenntar eða ekki. Ef þær hafa áhuga plönum við hitting, annaðhvort heima hjá þeim eða mér. Sumum finnst þægilegra að vera á heimavelli, þetta er auðvitað spurning um traust og ég skil vel að það geti verið ákveðinn þröskuldur að mæta heim til ókunnugs manns í bakhús í Kópavoginum. Heima er ég yfirleitt búinn að kveikja á kertum og skapa notalega stemningu, ég byrja auðvitað á að heilsa og kynna mig og býð dömunni að afklæðast og leggjast á rúmið. Ef hún vill vera í nærbuxum er það í góðu lagi en ég er oftast í bol og stuttbuxum. Fyrst nudda ég bakið og axlir vel og lengi með olíu. Ég er mjög nálægt henni, snerti hana með líkama mínum og fer stundum úr að ofan og læt bringuhárin og skeggið kitla. Þetta fer allt eftir viðbrögðum hennar og tengingunni sem ég finn.“

Lýsingar G á aðförunum eru mjög kynferðislegar, þó segist hann sjaldnast stunda hefðbundið kynlíf með konunum þrátt fyrir að örvast mikið: „Hjartslátturinn fer upp úr öllu valdi og ég er grjótharður allan tímann en samt er langalgengast að ég einbeiti mér algerlega að þeirra fullnægingu og það leiði ekki til neins meira. Ég get alltaf fengið fullnægingu, það er ekki málið, og í raun er mér frekar illa við að gefa af mér. Þetta er mín aðferð til að fá nándina og nálægð við konur án þess að stofna til nánari kynna.“

Mikil kynorka og þörf fyrir viðurkenningu

Viðtalið við raðframhjáhaldarann Guðmund vakti mikla athygli. Þar sagði íslenskur karlmaður á opinskáan hátt frá ferli sínum sem framhjáhaldari og dró ekkert undan.

„Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef haldið framhjá. Flest tilvikin eru eitt skipti, á djammi eða í vinnuferðum í útlöndum, en það eru líka nokkur lengri sambönd sem ég hef átt í. Þetta krefst fáránlega mikillar orku, því ég er mjög harður á því að það komist aldrei neitt upp. Ef svona kemst upp, eða ef fólk er svo vitlaust að játa fyrir makanum í einhverju samviskubitskasti, þá verður það bara til að særa og eyðileggja. Það gildir einu þó að þú ætlir að enda sambandið. Ef endalokin eru komin þá áttu bara að ganga frá þínum málum og skilja, án þess að blanda framhjáhaldi eða játningum í umræðuna. Fólk sem gerir það lendir í kvöl og rifrildum og svoleiðis getur haft slæm áhrif á samskiptin það sem eftir er – já, og bitnað á börnunum.“

Sumum þóttu lýsingar hans á bellibrögðum og lygum varla prenthæfar og vændu greinarhöfund um að hvetja með birtingu hennar til framhjáhalds.

Stefán og Delta White

Frásögn Stefáns sem keypti vændi af af uppáhaldsklámmyndaleikkonunni sinni, henni Deltu White, og birt var á Pressunni árið 2015 vakti gríðarlega athygli. Þess ber að geta að Stefán heitir raunar ekki Stefán en hann afþakkaði að koma fram undir sínu rétta nafni af ótta við að vera dæmdur af samfélaginu.

Ragga hitti Stefán á kaffihúsi þar sem hann opnaði sig um hvernig það kom til að hann borgaði klámmyndakonu fyrir vændi. Delta býr í lítilli íbúð í miðborg London.

„Eiginlega gerðist þetta fyrir tilviljun. Ég hef ekki keypt kynlíf nema einu sinni áður, úti á Tenerife í einhverju greddukasti, og er enginn sérstakur áhugamaður um kynlífskaup. Ég var búinn að plana ferð til að heimsækja félaga minn sem býr í London, þegar ég komst að því fyrir tilviljun að uppáhaldið mitt, hún Delta White, ynni líka sem escort-stúlka.“

„Já það er fínt orð yfir vændiskonu, ekki satt,“ skaut Ragga inn í. Stefán borgaði sem samsvarar 60 þúsund íslenskum krónum.

„Ég hugsaði bara, hversu margir geta státað af því að hafa sofið hjá uppáhaldsklámmyndastjörnunni sinni, þess vegna sló ég til.“

Viðtalið var eins og áður óvenjulegt og umdeilt. Á meðan sumir fögnuðu því og þótti það áhugavert voru aðrir sem fordæmdu að Stefáni væri gefin rödd. Viðtalið sjálft má nálgast í fullri lengd á Pressunni.

Verið velkomin á nýja vefinn minn. Þar má finna upplýsingar um námskeiðin mín, fyrirlestra, ráðgjöf á stofu, nýja hlaðvarpið mitt, Þetta er merkilegt, og að sjálfsögðu greinar sem birst hafa í ýmsum fjölmiðlum frá janúar 1999 og til dagsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.