fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Alexandra Ósk ber genagallann BRCA: „Kominn tími til þess að kveðja brjóstin“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 2. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Ósk Sigurjónsdóttir Jensen fékk þær upplýsingar eftir rannsókn hjá læknum að hún ber gengallann BRCA. Gallinn eykur meðal annars líkurnar á brjóstakrabbameini til muna og mælt var með því við Alexöndru að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám.

Alexandra er einungis 29 ára gömul, tveggja barna móðir sem býr í Aarhus í Danmörku.

Þann 7. mars næstkomandi mun ég taka hugrakkasta skref lífs míns hingað til. Skref sem ég hefði aldrei geta ímyndað mér að ég myndi taka, nokkurn tímann á lífsleiðinni. Ég hef vitað þessa dagsetningu í langan tíma en eftir jól varð hún eitthvað svo ofboðslega nálæg mér og það eina sem ég hef geta hugsað um er að njóta fjölskyldunnar, passa upp á sjálfa mig og reyna að stuðla að eins heilbrigðum lífsstíl á líkama og sál,

segir Alexandra í einlægri færslu sinni á Dætur.

Alexandra er tilbúin fyrir 6 klukkutíma aðgerð

Þann 7. mars mun Alexandra gangast undir 6 klukkutíma aðgerð þar sem allir brjóstvefir og kitlar verða fjarlægðir og brjóstin byggð upp á ný hægt og rólega.

Ég hef aldrei tekið þessum niðurstöðum illa eða gert mikið úr þeim heldur litist í augu við staðreyndirnar og nýtt vitneskjuna í auka kraft til þess að taka meðvitaða ákvörðun og koma í veg fyrir krabbamein. Reka upp „fokk puttann“ og taka stjórn á aðstæðum sjálf.

Kveður brjóstin

Alexöndru segist þykja vænt um líkama sinn og að hún beri virðingu fyrir honum.

Því vil ég gera allt til þess að sporna frekari erfiðleikum og mun því kveðja tvo líkamsparta sem hafa gengið með mér, stækkað með mér, gefið dætrum mínum tveimur að borða, með trega en virðingu. Brjóstin á mér hafa náð að vinna það verk sem ég þurfti frá þeim en nú er víst komin tími til þess að kveðja þau.

BRCA genið erfði Alexandra úr föðurfjölskyldu sinni en þar sem sagan um það er stutt innan fjölskyldunnar er erfitt að kortleggja hversu áhrifaríkur gallinn er.

Fullviss um að aðgerðin sé rétt ákvörðun

Ég tók ákvörðunina um aðgerðina út frá sjálfri mér, börnunum mínum tveimur og manni. Mig langar að vera hér fyrir þau, hraust. Mig langar ekki að fara í myndatöku á hálfs árs fresti og bíða eftir svörum með hnút í maganum. Ég er því fullviss um að ég hafi tekið rétta ákvörðun, á réttum tíma. Ég fékk djúpa staðfestingu á því þegar læknirinn leit djúpt í augun á mér í síðustu viku á meðan hann skannaði brjóstið með sónartækinu og sagði: „miðað við ungan aldur, ert þú ótrúlega sterk kona og hugrökk. Þú hefur tekið rétta ákvörðun.

Hægt er að fylgjast með Alexöndru á Instagram: alexosk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“