fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ragga nagli sýnir rétta andlitið án filters

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í morgun deildi hún mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir hana eins og hún er nývöknuð á leið á æfingu, án farða, án filters. Einfaldlega af því að lífið er ekki með filter, nema á Instagram.

Hér er splunkuný mynd af Naglanum.
Berskjaldaðri.

Án farða. Án filters.
Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.
Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok.
Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt.

Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar.
Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir.
Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu.

Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar.
Veðurbarið smettið eins og á Gísla Súrssyni.
Maka svertu í þunnar augabrúnirnar.
Löðra hyljara í baugana.
Greiða gegnum skítugar lýjur og setja í fallegan hnút.
Taka síðan uppstillta mynd og velja fallegan fílter.
Sem felur baugana.

Samfélagsmiðlar geta verið harður húsbóndi.
Þeir birta okkur leikritið.
Bara það sem við megum sjá.

Myndir á Instagram.
Þar sem allt er snurfusað og sópað.
Flöffaðir púðar í Epal sófanum.
Eldhúsborðið berrassað eins og í fasteignaauglýsingu.
Fyrir utan Omaggio vasa með nýafskornum túlípönum.
Og nýbakaðri hnallþóru.
Og mamman urlandi fersk á leiðinni á æfingu
#hardcoremamma

Við fáum ekki að sjá baksviðs.
Þar sem allt er í kaos. Leikarar hlaupa um á nærbrók.
Setjast í sminkstólinn og sparsla í hrukkurnar.

Að pósta glimmerstráðum sýndarveruleika slær bara ryki í augu samferðafólksins.
Sem innrætir „ekki-nóguna“ hjá þeim sem skrolla í gegnum snjallsímann.

Það er ekki starf Naglans að telja ykkur trú um að vera með allt á tandurhreinu.
Því það er svo fjarri veruleikanum….. því Naglinn man ekki hvenær baðherbergisgólfið var skúrað.

Það er enginn fílter í raunheimum.

Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri.Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.Með…

Posted by Ragga Nagli on 8. október 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.