fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Sólveig rukkuð um 12 þúsund fyrir tvær pítsur á Blönduósi – „Yfirgengilegt rán um hábjartan dag“ – „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki annað en aumt peningaplokk og ekki til þess fallið að auka hróður ferðaþjónustuaðila á Blönduósi. Ég er brjáluð yfir þessu,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona í færslu sem hún birti í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir hún söguna af því þegar hún var stödd á veitingastaðnum B&S Restaurant á Blönduósi á dögunum og rukkuð um tólf þúsund krónur fyrir tvær pitsur. Þetta segir hún vera svindl og sé hugsanlega ólöglegt, að því utanskyldu að sambærilegt okur skemmi fyrir upplifun ferðamanna á Íslandi. Eigandi staðarins hefur beðið hana afsökunar og segir að um misskilning hafi verið að ræða.

„Við pöntuðum okkur tvær pitsur; grænmetis á 2.890 krónur með auka pepparoni á 345 krónur og ostapitsu á 3.090 til að taka með. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að afgreiðslumaðurinn stimplar þetta inn í kassann og ætlar að rukka okkur um rúmlega 12.000 krónur fyrir þessar tvær pitsur. Við bendum á að þetta geti ekki staðist, þær eigi að kosta um 6.500 krónur, en þá útskýrði afgreiðslumaðurinn að þarna væri rukkað fyrir pitsuna eins og á matseðli og svo öll áleggin sem voru sett á kostuðu aukalega 245 til 345 krónur.“

Sólveig segist hafa verið gapandi þegar hún fékk þessar upplýsingar enda stóð ekkert um aukagjald á áleggjum á matseðlinum. Hún spurði afgreiðslumanninn hvort honum þætti þetta í lagi en hann yppti þá öxlum að hennar sögn og sagði að verðið stæði. Í framhaldi sögunnar segir Sólveig að þær vinkonurnar afþökkuðu pöntunina pent og gengu út. Hafði hún þrisvar sinnum beðið um að fá að tala við eigandann án árangurs.

Skemmir fyrir upplifun ferðamanna

„Það sem mér gremst svo er hversu yfirgengilegt rán um hábjartan dag þetta er af eigendum B&S Restaurant og algjörlega miðað að túristum sem stoppa þarna á leið um landið. Ferðamönnum sem átta sig kannski ekki á gengi og átta sig alls ekki á að það er verið að ofrukka þau um eitthvað sem í raun hlýtur að vera ólöglegt að gera og kemur alls ekki fram á matseðli. Þar eru bara mjög skýr verð við hvern rétt. Þetta er engin leið til að koma fram við ferðamenn sem leggja á sig langt ferðalag til að heimsækja landið okkar,“ segir Sólveig og bætir við að eigendur B&S Restaurant ættu að skammast sín.

„Það er með svona endalausu okri og peningaplokki sem fólk skemmir fyrir upplifun ferðamanna og skemmir fyrir öllum þeim sem eru að reyna að byggja upp ábyrga og flotta ferðaþjónustu hérna. Ég mæli með að fólk keyri hratt fram hjá þessum skítastað.“

Í kjölfar birtingar stöðufærslunnar biður Björn Þór Kristjánsson, eigandi staðarins, Sólveigu afsökunar í athugasemdakerfi Facebook-hópsins. Hann segir þetta vera sér að kenna og um misskilning sé að ræða sem byggist á því að „take away“ tilboðið fyrir ákveðnar stærðir sé ekki á matseðlinum og að hann hafi ekki útskýrt þetta nógu vel fyrir afgreiðslumanninum.

„Ég hef það að leiðarljósi í mínum rekstri að verðleggja ekki hærra en það sem ég væri tilbúinn að geiða sjálfur þegar ég er að ferðast. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og en og aftur biðst ég afsökunar á þessu, mín eru mistökin og mig tekur sárt að þið hafið lent fyrir þessu,“ segir Björn.

Þá segir Sólveig að eina leiðin til að sporna við„rugli“ í líkingu við þetta sé að láta vita af því og virkja neytendavitundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa