fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Réttir um víða veröld sem þú verður að prófa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 18:00

1. Hummus. Frábær og hollur matur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að framboð á mat í íslenskum verslunum og veitingahúsum hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Alls konar hráefni og réttir frá framandi slóðum fást núna hérlendis sem hefur gert að verkum að víðsýni íslenskra matgæðinga eykst jafnt og þétt. Það jafnast þó ekkert á við það að skella sér í ferðalag til útlanda og fá smjörþefinn af matarmenningu annarra landa. Hér eru nokkrar tillögur, í engri sérstakri röð, af réttum ýmissa þjóða sem nauðsynlegt er að prófa í upprunalandinu, eða löndunum, á  lífsleiðinni. Hversu marga rétti hefur  þú smakkað?

  1. Hummus, Mið-Austurlönd

Fyrst er minnst á kjúklingabaunamaukið fræga í egypskum matreiðslubókum frá þrettándu öld. Þetta er afar vinsæll réttur um öll Mið-Austurlönd og það verður enginn svikinn af því að prófa þennan rétt, einan og sér eða með ljúffengu pitabrauði.

2. Paella, Spánn

2. Sjávarréttapaella er matur guðanna.

Margir halda því fram að paella sé þjóðarréttur Spánar enda vinsæll réttur um gjörvallt landið. Rétturinn er þó upprunninn í Valencia-héraði. Í grunninn er um að ræða einfaldan hrísgrjónarétt með mildu kryddi en hann kemur í fjölmörgum útgáfum, meðal annars með fiskmeti, kjötmeti, grænmeti eða hreinlega öllu saman.

3. Fondú, Sviss

3. Fondú. Himnaríki ostafíkilsins

Það er sérstök stemning sem fylgir því að gæða sér á fondú í góðum félagsskap. Þrátt fyrir að margar útgáfur hafi orðið til í áranna rás þá er sú klassíska mjög einföld. Ostur bræddur í potti ásamt víni og síðan er brauðbitum eða kartöflum dýft ofan í dýrðina.

4. Adobo, Filippseyjar

Óopinber þjóðarréttur Filippseyja. Að sjálfsögðu eru til margs konar útgáfur en í flestum tilvikum er um að ræða kjöt eða sjávarfang sem er marínerað og síðan steikt upp úr ljúffengu soði sem samanstendur af ediki, sojasósu, hvítlauk og svörtum pipar. Varist eftirlíkingar.

4. Adobo. Kjúklingur er vinsælt hráefni í filippseyskan Adobo-rétt.

5. Borscht, Úkraína/Rússland

Einkennisréttur slavneskra fátæklinga og vinsæll réttur í Austur-Evrópu og víðar. Súpan er oftast borðuð köld, þó að heitar útgáfur þekkist einnig. Aðalhráefnið er rauðrófur sem gefur súpunni þann sterka lit sem hún er þekkt fyrir.

6. Nasi Lemak, Malasía

Þjóðarréttur Malasíu. Um er að ræða sterkan hrísgrjónarétt sem er borðaður í öll mál eystra. Hrísgrjónin eru soðinn upp úr kryddaðri kókosmjólk og ofan á þau er sett sterkt chili-mauk úr margskonar hráefnum.

7. Poutine frá Kanada

6. Nasi Lemak. Þynnkumatur Malasíumanna.

Sennilega subbulegasti rétturinn á listanum en mögulega sá ljúffengasti. Í stuttu máli er um að ræða skammt af frönskum og gúmmíkenndum ostabitum og helling af brúnni kryddaðri sósu. Rétturinn er upprunninn í Quebec-héraði í Kanada og var hafður að háði og spotti um árabil. Hann hefur þó fest sig í sessi jafnt og þétt og er núna feikivinsæll um allt landið. Ekki dæma fyrr en þið hafið smakkað.

8. Moules-Frites, Belgía

Annar réttur þar sem franskar kartöflur leika lykilhlutverk en þessi er ögn fágaðri! Um er að ræða kræklinga sem eru bornir fram með frönskum. Skelfiskurinn er matreiddur á margs konar hátt en klassíska aðferðin inniheldur hvítvín, smjör, skallotlauk og steinselju.

9. Bunny Chow, Suður-Afríka

Mörgum sögum fer af uppruna réttarins en indverskir innflytjendur eiga óumdeilanlega heiðurinn. Rétturinn er feikivinsæll á götuhornum suðurafrískra borga. Um er að ræða brauðhleifa sem fylltir eru með margs konar gerðum af bragðmiklum  karríkássum.

10. Ceviche, Perú

Rétturinn er afar vinsæll víða í Suður-Ameríku en er álitinn þjóðarréttur Perúmanna. Saga réttarins nær um 2.000 ár aftur í tímann. Í grunninn er um að ræða hráan fisk sem er látinn eldast í köldum sítrónusafa.

10. Ceviche, þjóðarréttur Perú.
5. Borscht. Rauðrófusúpan er vinsæll réttur um alla Austur-Evrópu.
6.Moules-Frites. Fáguð leið til að troða í sig frönskum.

 

9. Bunny Chow, feikivinsæll götumatur í Suður-Afríku.
7. Poutine. Ljúffengur réttur en subbulegur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa