fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Sólborg hissa á því hversu viðbjóðsleg skilaboð fólk leyfi sér að senda: „Oft skilaboð sem innihalda hótanir um ofbeldi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:00

Sólborg Guðbrandsdóttir söng- og leikkona hjá Áttuni stofnaði og heldur úti aðgangi á Instagram undir nafninu „Fávitar“. Með stofnun síðunnar vildi Sólborg opna fyrir umræðuna á það að kynferðisleg áreitni sé aldrei í lagi. Hefur hún því boðið fólki að senda sér skjáskot af áreiti sem þau hafi lent í og deilir Sólborg þeim opinberlega á síðunni.

Á síðunni má sjá fjöldan allan af ljótum skilaboðum sem fólk um land allt hefur fengið sent á sig en í einu af nýjasta skjáskotinu greindi kona frá nauðgun sem hún varð fyrir á skemmtistaðnum B5 og DV greindi frá.

Bleikt hafði samband við Sólborgu og ræddi við hana um þá breytingu sem hún vonast til að sjá eftir að hún stofnaði síðuna.

Aðspurð að því hvort skilaboðin sem hún hafi fengið hafi komið henni á óvart segir Sólborg að sum þeirra hafi gert það.

„Eitthvað af þessu hefur komið mér á óvart en ég gerði mér fyrir löngu síðan grein fyrir því hversu ótrúlega algengt það er að verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu. Ég fæ einhver óviðeigandi skilaboð frá ókunnugum mönnum á nánast hverjum degi og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Hinsvegar hefur það komið mér á óvart hversu viðbjóðsleg skilaboð fólk leyfir sér að senda, oft skilaboð sem innihalda hótanir um ofbeldi. Ég á erfitt með að skilja það hvernig fólk leyfir sér að koma svona fram,“ segir Sólborg í samtali við blaðakonu.

Segist Sólborg vonast til þess að fólk fari að tala meira um kynferðislega áreitni, mörk og samskipti.

„Ég vona að þau sem hafa áður áreitt annað fólk kynferðislega á netinu reyni að fræðast betur og læra af. Ég vona að ofbeldismenn leiti sér hjálpar. Ég vona að við hin höfum hátt og neitum að leyfa svona hegðun að viðgangast. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta.“

Hvetur Sólborg fólk til þess að fylgjast með síðunni á Instagram og að senda henni skilaboð ef það verði fyrir kynferðislegri áreitni á netinu.

„Saman getum við breytt miklu,“ segir Sólborg en á síðunni sjálfri segir „ekki vera fáviti. Endilega sendu skjáskot og hjálpumst að við að fræða. Kynferðisleg áreitni er aldrei í lagi!“

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“