fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Steve Buscemi syrgir eiginkonu sína sem lést um helgina

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 14. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Steve Buscemi syrgir eiginkonu sína, listakonuna Jo Andres, sem lést um helgina, 65 ára að aldri. Steve og Jo gengu í hjónaband árið 1987 og voru því gift í rúm þrjátíu ár.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að ekki hafi verið greint frá dánarorsök, en Jo og Steve voru mynduð saman í sumar og virtist hún þá vera við góða heilsu.

Jo var listakona og danshöfundur og þá kom hún einnig nálægt hvíta tjaldinu eins og Steve Buscemi. Stuttmynd hennar, Black Kites, frá árinu 1996 vann til fjölda verðlauna á sínum tíma. Hjónin eignuðust einn son saman, Lucian, sem fæddist árið 1990.

Steve Buscemi hefur um langt skeið verið í hópu þekktustu leikara Bandaríkjanna. Hann vann til Golden Globe-verðlauna árið 2011 fyrir leik sinn í þáttunum Boardwalk Empire. Þá hefur hann leikið í vinsælum myndum á borð við Fargo, Reservoir Dogs og The Big Lebowski svo örfá dæmi séu nefnd.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.