Bleikt

Leikkonur Big Little Lies taka stelpukvöld saman

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. júní 2018 17:00

Leikkonan Reese Witherspoon deildi mynd af sér, ásamt Meryl Streep, Nicole Kidman og Shailene Woodley, þar sem þær skemmtu sér konunglega saman í keilu.

Leikkonurnar tóku sér pásu frá tökum annarrar þáttaraðar Big Little Lies, en Streep er viðbót í stjörnuprýddan leikkonuhóp fyrri þáttaraðarinnar, sem allar mæta  aftur til leiks í seinni þáttaröðinni.

Leikkonurnar eru greinilega vinkonur utan vinnunnar, því fyrr í vikunni fóru nokkrar þeirra saman í bíó á myndina Adrift.

Streep leikur Mary Louise-Wright, tengdamóður Celeste Wright, sem Nicole Kidman leikur.

„Hún er svo góð og auðmjuk,“ segir Woodley um mótleikkonu sína, Streep. „Ég held að ástæðan fyrir því að Meryl Streep er Meryl Streep sé sú að hún nálgast hvert hlutverk eins og það sé fyrsta hlutverkið sem hún leikur. Ég hef lært mikið af henni. Mér finnst ég vera að vinna með leiklistarþjálfara að sumu leyti.“

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út