Bleikt

Sverrir og Auðunn ekki lengur einir

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. maí 2018 12:00

Félagarnir Sverrir Bergmann og Auðunn Blöndal slógu í gegn fyrir nærri tuttugu árum síðan með laginu Án þín. Auðunn íslenskaði texta hinnar heimsfrægu hljómsveitar Bon Jovi, Always, og Sverrir söng.

Félagarnir eru á meðal myndarlegustu og skemmtilegustu manna landsins og aldrei lengi einhleypir. Báðir hafa þeir nýlega fundið ástina og þurfa því ekki að skera úr sér hjartað með skeið.

Sverrir og Kristín Eva Geirsdóttir eru skráð saman í samband á Facebook, en Kristín Eva starfar sem sérfræðingur í flugöryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.  Kristín Eva bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lögfræðingur, en hún er með meistarapróf í flug- og geimrétti í vasanum.

Auðunn og Rakel Þormarsdóttir eru ekki skráð í samband enda er Rakel ein fárra Íslendinga sem er ekki á samfélagsmiðlum. Rakel sem er 35 ára, varð fræg á einni nóttu 17 ára gömul þegar myndir af henni birtust á auglýsingaspjöldum fyrir Top Shop um Reykjavík og víðar. Þá hafði hún tekið þátt í Fordkeppninni og síðar reyndi hún fyrir sér í módelstörfum með góðum árangri. Bransinn átti þó ekki við hana og fór hún seinna í ítölskunám í Lugano í Sviss.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma