fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Benedict Cumberbatch: Þiggur ekki starf nema konur fái sömu laun og karlmenn

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 14. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch þiggur ekkert hlutverk nema mótleikkonur hans fái greidd sömu laun og karlmenn. Þetta kom fram í viðtali við Radio Times og telur Cumberbatch þar að „jöfn laun og sæti við borðið“ séu grundvallaratriði femínískra gilda og hvetur aðra karlmenn til þess að fylgja þessari reglu.

Leikarinn eftirsótti stofnaði nýverið framleiðslufyrirtækið SunnyMarch, sem hefur það markmið að þróa fleiri verkefni með konum í aðalhlutverkum. Segir Benedict að megi ekki gleyma því að helmingur áhorfenda séu kvenkyns.

„Ég er stoltur af því að vera aðeins annar karlmanna sem mun sjá um þetta fyrirtæki“, segir Benedict og vísar í samstarfsmann sinn, Adam Ackland, vin sinn og meðframleiðanda.

„Skoðið þessa kvóta á vinnustöðum og spyrjið hvað konur eru að fá í laun, segið svo: ef hún fær ekki greitt það sama og karlmennirnir, neita ég starfinu.“

Benedict hefur fengið jákvæð viðbrögð við ummælum sínum um jöfn laun en þó eru ekki allir jafn sáttir ef marka má samfélagsmiðla. Einn skeptískur notandi á Twitter spurði: „Hvað ef mótleikkonan er að leika sitt fyrsta hlutverk? Er þá sanngjarnt að hún fái sömu laun og aðrir?“

Annar benti á að leikarinn hefði aldrei tekið þessa stöðu, væri hann ekki heimsfrægur: „Eins mikið og ég elska Benedict, er öruggt að hann væri aldrei svona göfugur ef hann vantaði pening. Nafnlaus stjarna, sama af hvaða kyni, á ekki skilið þær milljónir sem stórstjarna í Hollywood þénar.“

Hins vegar eru fleiri ummæli í jákvæðari kantinum og segja margir að tími sé kominn til að einhver standi á sínu í þessum bransa hvað þessi mál varða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp svartsýnn og biðst afsökunar

Klopp svartsýnn og biðst afsökunar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.