fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Robbie Williams og Ayda Field eignast dóttur með aðstoð staðgöngumóður

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robbie Williams og eiginkona hans Ayda Field eignuðust nýlega dóttur sem þau segja líffræðilega sína, en þau nutu aðstoðar staðgöngumóður.

Dóttirin Colette (Coco) Josephine Williams, er þriðja barn hjónanna, sem fyrir eiga Teddy og Charlie.

Field póstaði svart hvítri mynd á Instagram af fimm höndum og skrifar með: „Ég sé með auga mínu litla hendi sem bæst hefur við,“ og bætir við að þau hjónin hafi haldið því leyndu að von væri á dótturinni í heiminn.

Parið gifti sig árið 2010, dóttirin Teddy fæddist árið 2012 og sonurinn Charlie árið 2014.

„Fjölskyldur eru margskonar og þessi litla dama, sem er líffræðilega okkar, var fædd með aðstoð einstakrar staðgöngumóður og við verðum henni ævinlega þakklát. Við erum himinlifandi yfir að þessi fallega stúlka sé orðin hluti af fjölskyldu okkar og erum þakklát fyrir að búa í heimi, sem gerir fæðingu hennar að veruleika.

Við óskum eftir að fá næði til að venjast nýju hlutverki og verða fimm manna fjölskylda.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.