Bleikt

8 daga sumarbúðir fyrir verðandi mæður: Hvernig skal snúa sér ef barnið festist eða situr vitlaust – keisaraskurður fyrir byrjendur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. júlí 2018 13:00

Í Facebookfærslu sem Hrafnhildur Björnsdóttir margmiðlunarfræðingur skrifar í gær auglýstir hún 8 daga sumarbúðir fyrir verðandi mæður, þar sem teknar verða fyrir DIY fæðingar (gerðu það sjálf fæðingar).

Þekktir einstaklingar mæta og kenna mæðrum allt sem þarf til að koma barni í heiminn; Bjarni Ben mun kenna þeim að hætta að væla, það er jú góðæri og Jónína sér um ristilhreinsun og fleira.

Auðljóst er að um grínfærslu er að ræða, enda segist Hrafnhildur hafa skrifað hana í ljósi þess að enginn virðist ætla að semja við ljósmæður.

„Þetta er bara satíra, út af umræðunni í kringum ljósmæður. Þetta er svo bjánaleg staða, þessi pattstaða milli ljósmæðra og ríkisins,“ segir Hrafnhildur og að færlsan hafi verið til að reyna að brjóta upp spennuna sem ríkir í kjaradeilunni.

Hrafnhildur Björnsdóttir

Færslan hljóðar svo í heild sinni:

„Ég hef ákveðið að stofna àtta daga sumarbúðir fyrir verðandi mæður í ljósi þess að enginn ætlar að semja við ljósmæður. Þar munum við taka fyrir diy fæðingar.

Dagur 1: Hvernig er best að setja sig sjálfa af stað heima. Jónína Ben býður uppá ristilhreinsun og kennir okkur að sprauta okkur með chilli og hægðarlyfjum.

Dagur 2: Farið verður yfir hvernig er best að eiga barn á baðherbergisgólfinu heima. Makar eru velkomnir.

Dagur 3: Hvernig skal snúa sér ef barnið festist eða situr vitlaust – keisaraskurður fyrir byrjendur. Sé maki ekki inní myndinni verður sérstakur aukatími fyrir þær þurfa að læra að skera sig sjálfar.

Dagur 4: Kokteilakvöld – í gegnum þessa skemmtilegu kvöldstund munum við læra að blanda saman verkjastillandi lyfjum sem fást brakandi fersk í næsta apóteki og án lyfseðils. Sérstakur heiðursgestur er Gunnar Nelson sem mun kenna okkur að choke’a hvor aðra út í staðinn fyrir mænudeyfinguna.

Dagur 5: Hvernig skal fjarlægja restina af fylgjunni með standard heimilisryksugu. Plús í kladdann fyrir þær sem koma með sína eigin.

Dagur 6: Jóga. Hér kennum við verðandi mæðrum öndunaræfingar til að koma sér í gegnum mesta stressið þegar fæðingin fer af stað. Líkur eru á að þú sért ekki ein þeirra fáu kvenna sem þarf enga aðstoð í fæðingunni. Þá er gott að kunna að anda með nefinu, sérstaklega ef þú þarft að framkvæma keisaraskurðinn sjálf (Sjá dag 2.)

Dagur 7: Hvernig er best að sauma sig saman aftur með einfaldri nál og tvinna. Hin landsfræga saumakona Jónína Saumberg mun rífa fram svínspíkur og kenna okkur handtökin eitt spor í einu. Við mælum með lituðum tvinna.

Dagur 8: „Hættu þessu væli það er góðæri“ – fyrirlestur haldinn af Bjarna Ben það sem hann hrútskýrir fyrir okkur hversvegna ljósmæður eru óþarfar. Slide-show úr fæðingu barna hans þar sem ljósmæður spiluðu lykilhlutverk.“

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“