fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Vynir.is
Laugardaginn 9. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Orðið nei er orð sem rosalega margir eiga erfitt með að segja. Ég hef oft átt erfitt með að segja nei. Sérstaklega við þá sem mér þykir vænt um. Því við viljum jú flest gera allt sem við getum til að hjálpa öðrum. En stundum förum við allt of langt fram úr okkur og tökum að okkur of mörg verkefni því við eigum erfitt með að segja nei,“ Segir Aníta Rún í færslu sinni á síðunni Vynir.is

Hún heldur áfram og segir:

Það er líka, að mér finnst mjög mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín. Og enn þá mikilvægara að standa við það. Því með því að segja nei við þau og standa við það erum við fyrirmyndir. Þau læra að segja nei ef við sýnum fordæmi og segjum nei ef þau mega ekki fá eitthvað eða við viljum ekki eitthvað.

Það er rosalega mikilvægt að þau kunni að segja nei upp á framtíðina að gera. Ef við hugsum okkur að barnið okkar myndi lenda í aðstæðum sem ekkert foreldri vill að barnið sitt lendi í. Þá myndum við vilja að þau myndu segja nei og standa við það. Og það er okkar að kenna þeim það.

Það þarf engin útskýring að fylgja orðinu nei. Auðvitað er hægt að segja „nei, ég get það ekki“ eða „nei, ég vil það ekki“ en það er ekkert nauðsynlegt. Nei er alveg nóg.

Hugsum okkur tvisvar um áður en við segjum já við öllu. Því það er í lagi að segja nei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.