fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Pörin sem innsigluðu ástina á Valentínusardaginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 18:00

Ástin er eins og sinueldur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentínusardagurinn er í dag, en hann er oft kallaður dagur ástarinnar. Það eru mörg stjörnupör sem hafa nýtt þennan dag til að innsigla ástina. Samböndin hafa þó ekki alltaf gengið upp, sem hefur þó ekkert með daginn í dag að gera.

Meg Ryan og Dennis Quaid

Leikararnir gengu í það heilaga á Valentínusardaginn árið 1991 og árið eftir eignuðust þau soninn Jack. Ástin hélt þeim þó ekki saman og árið 1997 skildu þau í kjölfar þess að Meg hélt við leikarann Russell Crowe.

„Ástæðan fyrir sambandsslitunum hefur ekkert með aðra manneskju að gera,“ sagði leikkonan í viðtali við tímaritið W í október árið 2000. „Hjónabandið mitt var brotið – það var enginn annar sem braut það.“

Dennis kvæntist síðar Kimerly Quaid, en þau skildu í apríl í fyrra. Meg tilkynnti hins vegar trúlofun sína og John Mellencamp í nóvember í fyrra.

Dennis Quaid og Meg Ryan.

Lady Gaga og Taylor Kinney

Söngkonan Lady Gaga tilkynnti um trúlofun sína við leikarann Taylor Kinney á Valentínusardaginn árið 2015.

„Hann gaf mér hjarta sitt á Valentínusardaginn og ég sagði JÁ!“ skrifaði hún við mynd á Instagram af demantshring. Parið hætti hins vegar saman í júlí árið 2016 eftir fimm ára samband.

Í dag er Lafðin trúlofuð Christian Carino, en hann fór á skeljarnar sumarið 2017.

Lady Gaga og Taylor Kinney.

Harrison Ford og Calista Flockhart

Leikaraparið og Íslandsvinirnir trúlofuðu sig á Valentínusardaginn árið 2009 og gengu í það heilaga í Nýju-Mexíkó seinna sama ár.

Harrison og Calista eru enn saman, en þau kynntust á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2002 þegar að leikkonan hellti niður rauðvíni á leikarann. Þau eiga saman soninn Liam.

Harrison Ford og Calista Flockhart.

Salma Hayek og François-Henri Pinault

Leikkonan giftist franska athafnamanninum á Valentínusardaginn árið 2009. Þau eignuðust dótturina Valentinu árið 2007 og endurnýjuðu heitin í ágúst í fyrra.

François-Henri Pinault og Salma Hayek.

Christina Aguilera og Matthew Rutler

Poppstjarnan trúlofaðist Matthew á Valentínusardaginn árið 2014 eftir nærri þriggja ára samband. Þau hafa enn ekki gengið í það heilaga en eiga saman dótturina Summer Rain sem verður fimm ára á árinu.

Christina Aguilera og Matthew Rutler.

Vince Vaughn og Kyla Weber

Vince bað Kylu á Valentínusardaginn árið 2009.

„Mér datt í hug að grípa tækifærið þar sem ég mun aldrei gleyma þessari dagsetningu,“ sagði Vince í viðtali í þætti Ellen DeGeneres eftir bónorðið. „Þannig að Valentínusardagurinn var dagurinn sem ég bað hennar.“

Parið gekk í það heilaga í janúar árið 2010.

Kyla Weber og Vince Vaughn.

Benedict Cumberbatch og Sophie Hunter

Leikarinn gekk að eiga leikskáldið á Valentínusardaginn árið 2015, en Sophie gekk með þeirra fyrsta barn á þeim tíma. Sonurinn Christopher kom í heiminn í júní það árið og sonurinn Hal í mars árið 2017. Þau eiga nú von á sínu þriðja barni saman.

Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch.

Prince og Mayte Garcia

Söngvarinn heitni gekk að eiga fjöllistakonuna á Valentínusardaginn árið 1996. Fjórum árum síðar voru þau skilin, en Prince dó úr ofneyslu á fentanýli í apríl árið 2016, 57 ára að aldri.

Mayte Garcia og Prince.

Adriana Lima og Marko Jaric

Fyrirsætan og körfuboltakappinn létu pússa sig saman á þessum degi árið 2009. Þau eignuðust dæturnar Valentinu og Siennu saman, en eftir fimm ára hjónaband ákváðu þau að skilja í maí árið 2014.

Marko Jaric og Adriana Lima.

Isaiah og Jenisa Washington

Grey‘s Anatomy-leikarinn kvæntist Jenisu á Valentínusardaginn árið 1996. Hjónin eiga þrjú börn saman; synina Isaiah V og Tyme og dótturina Iman.

Isaiah og Jenisa Washington.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.