fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Stjörnurnar sem mættu ekki á Grammy: Ósætti, jafnar sig eftir meðferð og særindi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 21:00

Einhverjir létu sig vanta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grammy-verðlaunin voru afhent í nótt vestan hafs og var mikið um glamúr og glæsileika. Það voru hins vegar einhverjar stjörnur sem mættu ekki á hátíðina, af ýmsum ástæðum.

https://www.instagram.com/p/BtuUHNClbEC/

Hætti við að skemmta

Söngkonan Ariana Grande var búin að gefa það út að hún myndi ekki mæta á Grammy-verðlaunin vegna ósættis við framleiðanda hátíðarinnar, Ken Ehrlich. Ágreiningurinn snerist um hvaða lög Ariana myndi syngja á hátíðinni. Þegar að samkomulag náðist ekki um það hætti söngkonan við að skemmta á hátíðinni og neitaði að mæta.

Hún vann hins vegar fyrir bestu poppplötuna Sweetener og klæddist kjólnum sem hún hafði fengið fyrir hátíðina, ljósbláum Zac Posen-síðkjól, heima í stofu. Hún var í skýjunum með verðlaunin þrátt fyrir allt.

„Ég veit að ég er ekki þarna í kvöld (treystið mér, ég reyndi og óska þess enn að það hefði gengið) og ég veit að ég segi að ég reyni að taka svona hluti ekki of alvarlega…en fjandinn…þetta er villt og fallegt. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ tísti hún þegar verðlaunin voru í höfn.

Taylor Swift.

Upptekin í London

Söngkonan Taylor Swift var tilnefnd í poppplötuflokkinum fyrir plötuna Reputation, en tapaði fyrir Ariönu Grande. Hins vegar sniðgekk Taylor ekki verðlaunahátíðina heldur var upptekin í tökum fyrir kvikmynd sem byggð er á söngleiknum Cats í London. Þá sótti hún einnig BAFTA-verðlaunahátíðina til að styðja kærastann sinn, Joe Alwyn.

https://www.instagram.com/p/BttzBKJnrea/

Enn sár

Stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé sniðgekk hátíðina og kom það engum á óvart, enda kom það skýrt í ljós í laginu Apesh-t sem kom út í fyrra. Í laginu rappar Jay-Z um hve reiður hann var þegar hann fékk átta tilnefningar fyrir plötuna 4:44 í fyrra en hlaut engin verðlaun.

Hjónin voru tilnefnd fyrir plötuna Everything is Love sem þau unnu saman og hlutu verðlaunin.

Demi Lovato.

Nýkomin úr meðferð

Það kom fáum á óvart að söngkonan Demi Lovato mætti ekki á Grammy-hátíðina enda er hún nýkomin úr meðferð.

Nennti ekki upp úr rúminu

„Við förum ekki á Grammy í dag. John fékk EGOT og EGOT er latur,“ skrifaði fyrirsætan Chrissy Teigen á Twitter við mynd af manninum sínum, tónlistarmanninum John Legend, þar sem hann sést sofandi uppi í sófa.

EGOT er notað yfir þá sem hafa hlotið fjögur stóru verðlaunin: Emmy, Grammy, Óskarinn og Tony-verðlaunin. Það hefur John gert og sá því ekki ástæðu til að mæta, þó hann væri tilnefndur fyrir bestu söngleikjatónlistina í Jesus Christ Superstar Live in Concert. Hann hlaut ekki verðlaunin.

Pink ásamt dóttur sinni.

Móðurhlutverkið mikilvægara

Söngkonan Pink sleppti verðlaunahátíðinni til að sinna móðurhlutverkinu.

„Jæja, setjum þetta veika barn í bað,“ tísti hún. „Ég óska öllum þeim sem eru tilnefndir til hamingju! Skemmtið ykkur vel í kvöld.“

Childish Gambino.

Tók ekki við verðlaununum

Rapparinn Childish Gambino hlaut verðlaun fyrir bestu plötuna This is America en var ekki á svæðinu til að veita verðlaununum viðtöku. Hann þáði ekki boð á hátíðina, en rígur hefur verið á milli fólks í hip hop-heiminum og Grammy-verðlaunanna um langa hríð. Hafa skipuleggjendur hátíðarinnar verið sakaðir um kynþáttaníð í þessu samhengi og að taka hip hop-tónlist ekki alvarlega.

Bradley Cooper.

Fór á BAFTA í staðinn

Leikarinn Bradley Cooper hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun í gær fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Hann var þó ekki á staðnum til að baða sig í sviðljósinu því hann mætti á BAFTA-verðlaunin í London þar sem hann fór heim með verðlaunagrip fyrir bestu tónlistina í fyrrnefndri mynd.

Kendrick Lamar.

Sniðganga rapparanna

Rapparinn Kendrick Lamar var með þeirra hip hop-stjarna sem sniðgengu hátíðina, en hann hefur hlotið tólf Grammy-verðlaun í gegnum tíðina.

Maroon 5.

Maroon 5 mætti ekki

Hljómsveitin Maroon 5 skemmti í hálfleik Ofurskálarinnar en sá sér ekki fært að mæta á Grammy-verðlaunin. Hljómsveit fékk tilnefningu fyrir lagið Girls Like You en tapaði fyrir Lady Gaga og Bradley Cooper með lagið Shallow.

Kelly Clarkson.

Ferðalagið hafði yfirhöndina

„Ég er á tónleikaferðalagi þannig að ég komst ekki á Grammy-verðlaunin í kvöld en ég gæti ekki verið þakklátari fyrir tilnefninguna og gæti ekki verið spenntari fyrir hönd allra þarna!“ skrifaði söngkonan Kelly Clarkson á Twitter.

Söngkonan var tilnefnd fyrir plötuna Meaning of Life en tapaði fyrir Sweetener, plötu Ariöndu Grande.

Rihanna.

Upptekin við annað

Söngkonan Rihanna hefur verið upptekin síðustu misseri við að hanna föt og gaf síðast út plötuna Anti fyrir þremur árum síðan. Rihanna hefur staðfest að næsta plata hennar komi út á þessu ári, en hún hefur hlotið níu Grammy-verðlaun á ferlinum.

Kanye og Kim.

Kanye í fýlu?

Ofurhjónin Kanye og Kim Kardashian West mættu ekki í ár, en síðasta plata Kanye, Yereiceved, fékk enga tilnefningu í ár. Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann mætti ekki á svæðið en tónlistarmaðurinn hefur hlotið 21 Grammy-verðlaun á ferlinum.

Hailey og Justin.

Einbeitir sér að hveitibrauðsdögunum

Justin Bieber tók sér frí frá tónlist í kjölfar þess að hann aflýsti fjórtán tónleikum á Purpose-tónleikaferðalaginu sínu árið 2017. Nú einbeitir hann sér að hjónalífinu með Hailey Baldwin og var víðs fjarri.

Nicki Minaj.

Tómur verðlaunaskápur

Platan Queen með Nicki Minaj fékk enga tilnefningu í ár. Nicki hefur verið tilnefnd tíu sinnum til Grammy-verðlaunanna en aldrei unnið. Hún sá sér ekki fært að mæta í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?
433
Fyrir 8 klukkutímum

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.