fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Góð ráð til þess að mýkja þurra húð í kuldanum

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 1. febrúar 2019 16:00

Frozen. Close-up portrait of chilled female face covered in snow ice.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur verið kalt í veðri hér á Íslandi í dágóðan tíma. Á tímum sem þessum getur húðin okkar orðið mjög þurr og fyrir þá sem eru mikið úti getur hún jafnvel farið að harða og springa. Bleikt kannaði á sínum tíma góð ráð sem ætti að gagnast þeim sem upplifa þurra húð og endurbirtir þau. Það eru til fjölmörg ráð til þess að næra og mýkja þurra húð og hér eru nokkur þeirra:

Þurr og líflaus húð

Flestir þjást af vökvaskort en það kemur fram á margvíslegan hátt. Þegar þú drekkur ekki nóg af vatni reynir líkaminn að halda í vatnsbirgðirnar og það veldur bjúg sem getur svo leitt til þess að húðin verði líflaus og þurr.
Reyndu að drekka um 8 glös af vatni á dag til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig . Þú munt finna mun, húðin verður fallegri og mýkri.

Mjólkurbað

Í margar fleiri, fleiri aldir hafa konur baðað sig upp úr mjólk og haldið því fram að hún næri og hjálpi húðinni. Það vill svo skemmtilega til að þetta er satt, að fara í mjólkurbað er ekki bara gott fyrir húðina heldur hárið líka. Mjólkin inniheldur A og D vítamín sem mýkja og styrkja húðina. Hún inniheldur líka vissa sýru (beta hydroxy acids) sem eiga að koma í veg fyrir ótímanlega öldrun húðarinnar og fjarlægir dauðu húðfrumurnar.

Ef hárið er þurrt er mjólkurbað allra meina bót en í hársekkjunum eru litlar flögur sem gera hárið dauft og líflaust ef þær verða þurrar, hins vegar lyfta þær hárinu upp og gefa fyllingu ef þær fá réttu næringarefnin og það vill svo skemmtilega til að mjólkin inniheldur þau efni.
(Við lofum engu um lyktina sem mjólkurbað gæti valdið en við persónulega myndum sleppa þessu ráði, fá okkur rétt sjampó og svínahársbursta til að skrúbba húðina)

E-vítamín

E-vítamín er eitt besta vítamínið fyrir húðina jafnframt sem það hjálpar og blóðflæðinu, taugunum, vöðvunum og rauðu blóðflögunum að vinna vinnuna sína. E-vítamín er einnig talið hjálpa húðinni að endurnýja sig og koma í veg fyrir hrukkur.

Það er mikilvægt að taka inn E-vítamín eða finna aðra leið til innbyrða það daglega. Það er einnig hægt að fá allskonar krem sem innihalda E-vítamín og tryggja þannig að húðin fái sitt.

Ólífu olía

Sophia Loren‘s er sögð hafa baðað sig í ólífu olíu jafnframt því sem hún á að hafa borið hana í hárið á sér. Extra virgin ólífu olía er skildust olíunni sem húðin okkar býr sjálf til og húðin á því auðveldara með að sjúga hana í sig. Berðu hana á þurru svæðin eins og olnboga, hné, hendur og fætur, ekki setja of mikið því þá er erfiðara fyrir húðina að sjúga olíuna í sig. Olían mun mýkja húðina og eins og Sophia Lorens gætir þú reynt að bera hana í hárið, þá aðallega endana og séð hvort að hárið mýkist ekki líka.

Súkkulaði

Önnur góð leið til að mýkja húðina er að drekka kakó. Kakó eikur blóðflæðið, kemur í veg fyrir storknun, dregur úr bólgu og lækkar blóðþrýstinginn. Dökkt súkkulaði inniheldur mikið magn af kakói. Nokkrir bitar af dökkum súkkulaðimola á dag ætti að skila þér lægri blóðþrýstingi og fallegri húð þar sem kakóið eikur blóðflæðið til hennar. Dökkt súkkulaði getur verið góð viðbót við vel samsett mataræði en auðvitað á ekki að borða of mikið af því

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.