fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Valkyrja Sandra ældi í marga klukkutíma eftir byrlun: „Mér leið eins og ég væri gerð úr gúmmíi“

Mæður.com
Mánudaginn 7. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var bara venjulegt laugardagskvöld. Við maðurinn minn ákváðum að kíkja út saman, okkur finnst báðum gaman að dansa og skemmtum okkur yfirleitt konunglega saman. Við drukkum hvorugt mikið, hittum vinkonur okkar og kvöldið var æði.

Klukkan sló 04, staðnum lokað svo næsta skref var taxaröðin.

Þar er yfirleitt líf og fjör, maður spjallar við fólk sem maður kannski sér aldrei aftur, maður hittir vini, kunningja og alls konar fólk.

Við vorum hvorugt mikið drukkin, við vorum fullkomlega sátt við gott kvöld og hlökkuðum til þess að fara heim að sofa. Því hvað er betra eftir að standa úti í ískulda? Ekkert annað en að stökkva undir sæng og sofna.

Við hittum kunningjavinkonu okkar þarna og með henni voru vinir hennar, við spjölluðum hlógum og höfðum sjúklega gaman, ákváðum að kíkja heim til hennar í eftirpartý og meira spjall, taxinn kemur
Maðurinn minn sagði að ég hefði sest inn í taxann og svo bara leið ég út af. Ég man óljóst eftir restinni.

Ég man að við vorum komin heim til stelpunnar og ég ældi endalaust. Síðan man ég ekkert þangað til við erum að labba heim, þessar mínútur sem ég man, var hausinn á mér í 100% lagi, en restin af líkamanum bara fúnkeraði ekki, ég gat ekki labbað, mér leið eins og ég væri gerð úr gúmmíi. Mér leið eins og ég væri flubber og réð ekki við neitt.

Ég æli endalaust heima í marga tíma, held engu niðri, sef endalaust & dagurinn bara fór.. Ég tek fram að þetta eru orð mannsins míns, því ég var ekki við.. Ég vakna kl 18:30, búin að missa af 14 tímum.
Hvað gengur svona fólki til?

Skilaboð til byrlarans

Kæri byrlari, Þú varst óheppinn þetta kvöld og ég heppin, heppin því maðurinn minn var með mér og gat passað uppá mig.

Tilfinningin sem maður upplifir eftir svona lagað er til dæmis valdleysi, mér líður eins og þessi tiltekna manneskja hafi rænt mig valdi þetta kvöld, rænt mig allri skemmtuninni, rænt mig sjálfri mér í marga klukkutíma.

Það er vond tilhugsun að það sé manneskja þarna úti sem ætlaði sér hluti með mig, ætlaði að notfæra sér ástand mitt, uppfylla sínar sjúku þarfir og hugsanir, vera skrímsli í mannsmynd, ræna mig öllu, misnota mig.
Gerir þú þér grein fyrir því að svona hefur tekið allan lífsvilja af fólki?

Ég er þakklát fyrir að þetta var mitt glas en ekki stelpunnar við hliðina á, ég er þakklát vegna þess að ég á mann sem passar uppá mig. Ég er þakklát fyrir það að ég geti dílað við þetta og skilað skömminni til þín. Þú ert lasin ekki ég.

Þú átt alla mína samúð. Svona gerir enginn sem líður vel, svona gerir enginn nema vera virkilega veikur.
Góðu fréttirnar eru samt þær að þú getur fengið hjálp, þú þarft bara að leita að henni og taka henni, vinna úr þínum vandamálum og þá ertu í góðum málum. Ég myndi gera það áður en þessar sjúku tilraunir þínar eyðileggja lífið þitt.

Það sem hryggir mig mest er að þetta er allt of algengt, þetta er svo algengt að þetta er að gerast hverja einustu helgi. Ég veit um fleiri en eina og fleiri en tvær stelpur sem hafa lent í þessu. Sorgleg staðreynd. Það er sjúklega sorglegt að þurfa að vera sífellt á varðbergi, alltaf að passa sig, alltaf með augu í hnakkanum að fylgjast með. Óþolandi. Gerir mig brjálaða.

Pössum upp á hvert annað, verum vakandi. Það kostar ekkert.

Færslan er skrifuð af Valkyrju Söndru Á. Bjarkadóttur og birtist upphaflega á mæður.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.