fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Góður vinur Sigrúnar niðurbrotinn vegna starfsloka: „Sálin fær nefnilega ekki skráp með árunum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 17:00

Sigrún Stefánsdóttir. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi fréttakona, segir það skipta sköpum fyrir fólk sem hættir að vinna sökum aldurs að það sé vel haldið utan um starfslok og það eigi afturkvæmt í samkvæmi á vegum vinnunnar. Sigrún, sem er sjálf hætt störfum sökum aldurs, segir í pistli á vef Lifðu núna að hún hafi farið að hugsa um þessi mál eftir að hún ræddi við góðan vin sem var niðurbrotinn vegna þess hvernig vinnustaðurinn hélt utan um hans mál:

„Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessu er oft slegið fram þegar talað er um börn og þá sem minna mega sína. Mér finnst að þessi orð mætti líka hafa í huga þegar talað er um og við fullorðið fólk. Sálin fær nefnilega ekki skráp með árunum. Hún er alltaf viðkvæm og auðsæranleg, þó svo að við reynum að fela það þegar árunum fjölgar,“ segir Sigrún. Viðkvæm sál eigi það til að gleymast þegar fólk fær staðlað uppsagnarbréf í lokin á löngum starfsferli:

„Langþreyttir starfsfélagar sjá það í hillingum að sleppa við að stimpla sig inn og horfast í augu við nýja vinnuviku. Galgopast með hvað sá sem er að hætta eigi gott og geti sofið út og lúslesið dagblöðin upp á hvern dag.“

Sigrún segir það ekki vera eins auðvelt og margir halda: „Það eru ótrúleg viðbrigði að hætta störfum, kveðja vinnustað, vinnufélaga og daglegar venjur. Íslendingar eru vinnusamir og mörg okkar verðum smám saman að því sem við störfum við. Hvað heitir þú og við hvað starfar þú?  Hver þekkir ekki þessar spurningar? Þú ert það sem þú starfar við. Ég var í þessum hópi.“

Hún sjálf bað ekki um uppsagnarbréfið þegar hún varð sjötug, hún vissi að það var komið að þessum tímamótum. „Ég hafði lesið svona bréf hjá eldri starfsfélögum mínum, þar sem þeim var sagt upp störfum vegna aldurs. Þeir sögðu mér að lestur bréfsins hefði verið sár. Salt í sárin sem fyrir voru vegna þessara tímamóta.“

Segir Sigrún það gæðastimpil nútíma vinnustaða að halda vel utan um starfslok: „Kaffi og með því er ekki lausnin, þó auðvitað megi ekki vanmeta kveðjuhófið. Það hefur verið mér mjög mikilvægt að eiga afturkvæmt í stök verkefni og félagsskap. Finnast ég eiga erindi og geta miðlað áfram mínu á einhvern hátt. Vita að ég sé boðin á árshátíðina og geti hitt félagana eftir þeirra vinnudag. Laun eru ekki endalega málið heldur viðurkenningin sem felst í því að vera beðin um að vera með.“

Hún segir að lokum: „Ekki halda að það sé sælan ein að setjast fram í eldhús með makanum og lesa dagblöðin, dag eftir dag og ár eftir ár!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.