fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ingibjörg segir algengt að fólk telji sjálfsvíg eigingirni: „Mikið um fordóma, skilningsleysi og vanþekkingu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir missti bróður sinn í september árið 2014 er hann féll fyrir eigin hendi. Stofnaði Ingibjörg hóp á Facebook sem kallast: „Aðstandur ástvina sem féllu fyrir eigin hendi“ en þar geta aðstandendur meðal annars leitað ráða og fengið stuðning.

„Ég man að eitt það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég áttaði mig á hvað hefði gerst var það að eitthvað sem ég taldi mér svo fjarlægt hafði bankað upp á hjá mér. Flest okkar telja að sjálfsvíg eigi sér bara stað innan viss hóps og var ég ekkert frábrugðin þeim,“ segir Ingibjörg í viðtali á Sykur. Ingibjörg gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta skjáskotin sem fylgja umfjöllun en þau varpa ljósi á að margir hafa litla skilingu á hversu alvarlegur sjúkdómur þunglyndi er.

Segir Ingibjörg að sjálfsvíg spyrji ekki um kyn, aldur eða stöðu rétt eins og aðrir sjúkdómar og að það sé ein helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.

„Miðað við nýjustu tölur er u.þ.b. eitt sjálfsvíg í hverri viku. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í þjóðfélaginu yfir tíðni sjálfsvíga er mikið um fordóma, skilningsleysi og vanþekkingu á málefninu.“

Eitt af því fyrsta sem fólk spyr aðstandendur að þegar það heyrir af sjálfsvígi segir Ingibjörg að sé: „Hvað gerðist? Af hverju gerði hann/hún þetta ? Og oftar en ekki fylgir með hvort einstaklingurinn hafi átt í einhverjum vanda með vímuefni.“

Í kjölfarið fylgi oft yfirlýsingar um það að einstaklingurinn hafi valið þetta og að þessa hegðun sé hægt að kalla eigingirni. Segir Ingibjörg að rannsóknir sýni það að meiri hluti þeirra sem fallið hafi fyrir eigin hendi hafi ekki átt við vímuefnavandamál að stríða og að slíkar spurningar reynist syrgjandi aðstandendum afskaplega erfiðar.

„Mundirðu spyrja syrgjandi ástvin krabbameinssjúkling hvort viðkomandi hafði reykt? Eða hvort viðkomandi hefði verið í lyfjagjöf? Af hverju teljum við okkur eiga rétt á að hnýsast og koma með óviðeigandi yfirlýsingar tengdum geðsjúkdómum en okkur myndi aldrei detta í hug að koma með sambærilegar yfirlýsingar varðandi aðra sjúkdóma eins og t.d. krabbamein eða hjartasjúkdóma? Hvar liggur munurinn þarna á milli? Aðgát skal höfð í nærveru sálar!“

Myndirnar eru skjáskot af raunverulegum samræðum sem fólk hefur tjáð sig um á samfélagsmiðlum / Fengnar frá Ingibjörgu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur