fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Áföllin dundu yfir Kristínu Öddu – Einn daginn eignaðist hún leyndarmál: „Þá var bara eins og tappinn hefði verið tekinn úr“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 14:30

Kristín Adda Einarsdóttir. Skjáskot af vef Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áföllin dundu yfir Kristínu Öddu Einarsdóttur og fjölskyldu hennar, fyrir fimm árum misstu hún barn, eiginmaður hennar missti vinnuna og fékk heilablóðfall. Eftir það flutti fjölskylda til Noregs þar sem Kristín Adda prófaði að spila póker á netinu þegar enginn sá til.

Kristín Adda er 41 árs leikskólakennari, þriggja barna móðir og búsett í Vestmannaeyjum ásamt unnusta sínum, Kristni Guðmundssyni handboltaþjálfara. Kristín segir í viðtali í Íslandi í dag í gær að þau hafi flutt til Noregs árið 2013 þar sem vandræðin hófust. DV hefur áður fjallað að hluta til um sögu Kristínar Öddu.

Sjá einnig: „Ég er spilafíkill, ég er kona og ég er ekki þessi staðalmynd af spilafíkli“

Kristín Adda varð ófrísk af þriðja barninu árið 2013. „„Í tuttugu vikna sónar kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur og þá tekur við þetta sorgarferli. Við komum heim yfir jólin til að jarða barnið okkar. Það var svona eitt áfallið og svo kom annað.“ Þá var Kristni sagt upp og þau stóðu eftir í Noregi atvinnulaus með nýtt hús. „ið ákváðum að láta á þetta reyna. Hann fékk vinnu og ég fór í afleysingar á leikskóla. Ári síðar fær hann heilablóðfall og það var enn eitt áfallið. Hann nær sér af því og um það sumar flytjum við til Førde í Noregi.“

Einn daginn ákvað hún að prófa að spila póker á netinu. Þeir sem þekkja til vita að auglýsingar um fjárhættuspil eru mjög algengar í Noregi. Kristín Adda stórgræddi til að byrja með:

„Þá var bara eins og tappinn hefði verið tekinn úr og ég hélt bara áfram og áfram,“

Hún var búin að eignast leyndarmál.

„Svo þegar ég fer að hætta að græða og sé að bankabókin er að verða tóm þá verð ég auðvitað að koma með eitthvað inn til heimilisins, því ég er búin að eyða síðustu mjólkurpeningunum. Þá verð ég að reyna að græða til baka. Ég gat vakað tvo til þrjá sólahringa. Ég mátti ekki vera að því að lifa, ég var bara í þessu.“

Hjónin Kristín Adda og Kristinn.

Kristinn sá að það voru peningar að hverfa af reikningnum þeirra og gekk á hana. Kristín lofaði að redda þessu. „Sumarið 2017 setti hann bara hnefann í borðið og þá var ég eiginlega algjörlega á botninum. Ég fór varla út úr húsi og var búin að vera hér heima í sex vikur. Þá frontaði hann mig og sagði að það væri eitthvað mikið að. Ég væri búin að eyða öllum peningunum okkar og þetta verði að stoppa,“ segir Kristín. Hún glímdi þá við miklar sjálfsvígshugsanir á þessum tímapunkti.

„Svo tek ég ákvörðun í september að ég verði að fá hjálp. Annað hvort dey ég, eða fæ hjálp,“ 

Kristín Adda er nú búin í meðferð og mætir á AA fundi. Þau hjónin eru nú á góðum stað: „Ég á góðan maka sem ég treysti á. Oftast kemur enginn spilaþörf upp en það hefur komið og þá get ég hringt í góðan vin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.