fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

10 frábær sparnaðarráð- Svona geturðu eignast nokkur hundruð þúsund krónur

Öskubuska
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði færslu fyrir nokkrum árum sem vakti heldur betur lukku og langaði að deila henni með ykkur aftur. Ég hef aðeins lagfært hana – vonandi nýtist þetta ykkur vel! Nú hef ég verið námsmaður frá því ég var 6 ára (fyrir utan 1,5 ár í pásu). Eftir að ég útskrifaðist úr fjölbrautaskóla fór ég í tækniskólann í almenna hönnun í eina önn og sirka hálfu ári síðar fór ég út sem au-pair í hálft ár. Núna er ég að klára nám í byggingartæknifræði.

Ég hef svo sannarlega þurft að hugsa út í það í hvað ég eyði peningunum. Ég byrjaði að vinna frekar ung (í kringum 7. og 8. bekk), og m.a. að vinna við það að bera út og afgreiðslu störf.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum sparnaðarráðum sem ég hef notað í gegnum árin sem hafa sparað mér hundruð þúsunda!

1. FJÖLSKYLDAN: Búa heima hjá foreldrum á meðan námi stendur!

Já, þetta er svona besta sparnaðarráðið. Á meðan ég bjó hjá mömmu og pabba þá var alltaf nóg til af mat, mat sem ég þurfti ekki að borga fyrir. Ég tala nú ekki um það að sleppa við það að borga leigu, fasteignalán og þeim gjöldum sem fylgja því að vera flogin úr hreiðrinu. Ég gat því mætt í skólann, á æfingar og í vinnu án þess að hafa fyrir því að elda ofan í mig mat – algjör lúxús! Það eru kannski ekki allir með þetta aðgengi, en ef maður hefur tækifæri til þess að búa hjá foreldrum eða ættingjum þá mæli ég með því ? Auk þess nær maður að safna meiri pening yfir sumarið fyrir komandi skólatörn!

Ég er mjög heppin með mína nánustu aðstandendur. Ég á fjölskyldu sem hefur alltaf staðið með mér í einu og öllu. Nú er ég flutt að heiman og held mér uppi sjálf, en það hefur komið fyrir að eitthvað fer úrskeiðis í peningamálum. Það getur verið mjög erfitt að biðja um hjálp en það er frábært að eiga yndislegan kærasta, æðislega mömmu, pabba, ömmu og afa sem hafa trú á manni og styðja mann í öllu því sem maður gerir. Það er alveg ómetanlegt að eiga þau að og geri mér grein fyrir því að þetta er alls ekki sjálfsagt.

2. Skipuleggja ferðir

Hvort sem þú átt bíl eða ekki, þá er mjög gott að skipuleggja ferðir þínar vel. Það sparar tíma og peninga. Ég bjó eitt sinn í Mosfellsbæ og seinna meir í Grafarholtinu og ég var í Tækniskólanum sem er staðsettur á móti Hallgrímskirkju. Ég komst snemma að því að það sparaði hellings tíma að leggja fyrr af stað í skólann en ef ég lagði jafnvel bara 5 eða 10 mínútum seinna af stað þá var ég föst í umferð í 40-50 mínútur.. í stað þess að geta keyrt í 20-30 mínútur – ég tala nú ekki um það ef mér seinkaði vegna umferðar þá voru engin stæði og sá rúntur til þess að finna stæði tók laaangan tíma.

Einnig var ég með vinnu sem var frekar langt frá heimilinu, þannig ég þurfti að skipuleggja tímann vel, taka með mér allt skóladót, jafnvel íþróttaföt og nesti. Þannig þá var lagt af stað í skólann kl 7:20 og var í skólanum til um 16:00/17:00, mætt á æfingu eða lært uppí skóla og svo eftir það gat ég skellt mér strax í vinnu til 23:30/00:00. Jájá, stundum er strembið að vera námsmaður og reyna að gera það sem maður þarf og vill sem þýðir langir dagar! Tala nú ekki um það að það að skipuleggja ferðir sparar eldsneyti!

3. Taktu með þér nesti!

Á yngri árum þá tók maður alltaf með sér nesti í skólann.. afhverju ætti það að breytast? Er það vegna þess að maður eignast loksins peninga til þess að kaupa sér sjálfur? Sjoppur og mötuneyti í skólum eru oft töluvert dýrara en matvörubúðir eins og Bónus. Það að eyða um 2000 kr á dag í skólanum í hádegismat og millimál er um 40.000 kr á mánuði! Skipulegðu nesti fyrir daginn og taktu það með.

4. Námsbækur

Þarftu að kaupa allar námsbækurnar? Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá þessu, en ég hef getað nálgast flestar og ef ekki allar mínar námsbækur á netinu og downloadað þeim (google: skrifa bókarheiti, höfundur, pdf). Ég ákvað strax á minni fyrstu önn að kaupa mér iPad til þess að geyma þær bækur sem ég var búin að downloada. Einnig fást flestar námsbækur á pdf formi á t.d. Amazon. Þarna er maður að spara tugi þúsunda og ef ekki hundruð! Ég mæli þó með því að kaupa námsbókina ef þú mátt taka bókina með þér í próf.

5. Nýttu það sem þú átt!

Snyrtivörur
Ég hef allavega alltaf (eða yfirleitt) átt of mikið af flestu, sérstaklega kremum, ilmvötnum, hárvörum, snyrtivörum og slíku. En samt hef ég verið að bæta í safnið. Ég er í sérstöku átaki núna og ætla að reyna að nota það sem ég á áður en ég kaupi mér nýjar vörur. Eitt sem ég geri mjög oft, það er að klára snyrtivöruna ALVEG. Já, ég skafa vel úr túpunni eða klippi þær í sundur til þess að ná hverjum dropa!

Matur
Farðu vel yfir þann mat sem þú átt og reyndu að nýta hann sem best – sérstaklega áður en þú ferð í matvörubúðina. Ég geri t.d. alltaf mikið af salati þannig það dugi í sirka 2-3 daga, þarna er ég að spara góðan tíma og nýti vel það sem ég á. Ekki hika við það að frysta mat til þess að geyma matinn betur.

Einfaldlega: Bara ekki kaupa nýtt fyrr en gamla er búið!

6. Afslættir!

Ójá ég er eins og allir Íslendingar.. ég elska afslætti og nýti mér þá – sérstaklega þegar ég rekst á vörur sem ég kaupi reglulega. Ég á mínar uppáhaldsvörur og ég veit það vel að það er reglulega afslættir í Kringlunni, Smáralind og reglulega Tax Free.. ef mig vantar eitthvað þá einfaldlega ég bíð ég eftir svona viðburðum! Sniðugt að skrá sig á póstlista hjá fyrirtækjum uppá það að fá það beint í æð þegar afslátturinn bankar uppá!

Vinnan:
Margir vinnuveitendur eru í samstarfi við önnur fyrirtæki. Ég var að vinna á vinnustað þar sem ég gat fengið afslátt hjá tugi fyrirtækja og nýtti mér það vel – þegar ég flutti þá þurftum við að mála og ég fékk t.d. 50% afslátt af málningu! Kannaðu hvaða fríðindi þú hefur í þinni vinnu.

Námsmanna afslættir:
Yfirleitt eru nemendafélög í samstarfi við fyrirtæki og með því að framvísa nemendaskírteini fær maður afslátt.

7. Bíða í 3 daga

Ef þú sérð eitthvað sem þig langar, prófaðu að bíða í 3 daga og athugaðu svo stöðuna hvort þig langi ennþá í vöruna. Maður þarf ekki að eiga allt eða gera allt. Stundum þegar ég er að vafra á netinu þá set ég vörurnar í körfuna og bíð. Yfirleitt enda ég á því að panta þetta ekki eða tek vörur úr körfunni og panta svo færri vörur en ég ætlaði mér áður.

8. Gerðu það sjálf!

Einfaldlega gerðu það sjálf. Þú þarft ekki að fara einu sinni í mánuði í klippingu, litun og plokkun, fara í neglur, augnhárlengingar eða hvað þetta allt er. Það er heldur betur dýr ,,viðhaldskostnaður” á sjálfri sér ef maður gerir þetta allt mánaðarlega. Prófaðu að snyrta neglurnar þínar sjálf. Í dag er til hellingur af gel/led naglalökkum sem endast mun lengur en hefðbundin naglalökk. Litaðu augabrúnirnar þínar sjálf. Ég geri það mjög reglulega en fer kannski 2-3 á ári í litun og vax. Einnig reyni ég að hafa rótina nær mínum lit þannig ég þurfi ekki að fara eins oft í litun á hárinu.

9. Að vinna með námi: Skipulag

Ég hef nánast alltaf unnið með náminu frá því ég var í 7. eða 8. bekk. Ef maður er að vinna með skólanum þá þarf maður að skipuleggja sig vel til þess að geta sinnt því sem maður þarf að sinna. Eftir að ég byrjaði í háskólanámi þá hefur þetta reynst mér erfiðara – en munið námið gengur fyrir og menntun er máttur! Frekar að taka námslán ef það reynist erfitt að skipuleggja námið og skólann saman.

10. Verkalýðsfélög:

Flest verkalýðsfélög niðurgreiða ýmislegt sem tengjast nauðsynjum. Mér finnst alltof fáir nýta sér þetta í kringum mig – en ég reyni eins og ég get að nýta mér þessi réttindi sem ég hef hjá mínu verkalýðsfélagi. Hafðu samband eða skoðaðu heimasíðuna hjá þínu verkalýðsfélagi og kynntu þér þín réttindi.

  • Skólagjöld: Verkalýðsfélög

Flest góð verkalýðsfélög greiða niður skólagjöld. Það eru ekki allir sem vita af þessu, en ég hef notfært mér þetta frá því í fjölbraut og hefur nýst mér sérstaklega vel eftir að ég byrjaði í dýrara námi (Háskólinn í Reykjavík). Mitt ráð er að þegar þið byrjið að vinna að velja ykkur verkalýðsfélag sem ykkur lýst vel á og halda ykkur alltaf við það til þess að halda ykkar réttindum. Ég er hjá Verkalýðsfélag Akraness og hef alltaf skráð það sem mitt verkalýðsfélag í mínum vinnum. Hafðu samband við þitt verkalýðsfélag og kynntu þér styrkinn sem þeir bjóða hvað varðar menntun.

  • Tómstundir – ræktin ofl: Verkalýðsfélög og vinnuveitendur

Eins og með skólagjöldin þá eru mjög mörg og ef ekki flest verkalýðsfélög sem niðurgreiða slíkt og í mörgum tilfellum er þetta kallað heilsueflingarstyrkur. Ég hef í mörg ár notfært mér þetta, sérstaklega þegar ég flutti í bæinn og það byrjaði að vera dýrara að sækjast í líkamsræktarstöðvar. Einnig niðurgreiða vinnuveitendur oft hreyfingu eða eru með samning við líkamsræktarstöðvar – myndi athuga það!

  • Annar niðurgreiddur kostnaður: Verkalýðsfélög

Já það er ýmislegt sem verkalýðsfélög niðurgreiða og ég mæli eindregið með því að kynna sér þau mál betur. Jafnvel skoða önnur verkalýðsfélög sem eru í boði. Mörg verkalýðsfélög niðurgreiða:

  • Tannlæknakostnaður
  • Lækniskostnaður
  • Gleraugnastyrkur
  • Sjúkrakostnaður
  • Sálfræðiþjónusta
  • Fæðingarstyrkur
  • Glasa-, tæknifrjóvgun og ættleiðing
  • Heilsufarsskoðun: T.d. krabbameinsskoðun

Færslan er skrifuð af Eydísi Sunnu og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.