fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Bryndis hefur ferðast mikið ein – Vill aðstoða konur við það að taka stóra skrefið í átt að meira sjálfstrausti og sjálfstæði

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndis Alexanders hefur undanfarin ár ferðast nokkuð mikið ein erlendis. Ferðirnar fer hún í til þess að staldra við, njóta og sækja sér orku til þess að takast á við allt sem gengur á í lífinu. Ferðir Bryndisar hafa vakið athygli kvenna í lífi hennar sem segjast margar hverjar vilja óska þess að þær gætu gert slíkt hið sama.

„Þessar ferðir mínar síðustu fjögur árin hafa fengið athygli hjá konum sem ég hitti á förnum vegi sem segja í hvívetna: „Mikið vildi ég að ég gæti þetta!“ En bæta svo við að þær séu náttúrulega svo háðar ýmist maka sínum, börnum vinum eða öðrum félagsskap sem þær hreinlega geta ekki hugsað sér að vera án.“

Nauðsynlegt að vera einn stundum

Segist Bryndis hafa staldrað við og velt þessu fyrir sér undanfarið.

„Erum við virkilega svo háð fólkinu í kringum okkur að við getum ekki verið án þeirra yfir helgi eða í nokkra daga? Til að vera ein með okkur sjálfum, kynnast okkur betur og gera bara nákvæmlega það sem okkur langar til þegar okkur langar til? Ég sé ekkert athugavert við það að vilja vera einn endrum og eins, og í raun bara nauðsynlegt til að styrkja okkur sem einstaklinga. Það þýðir ekki að við elskum ekki fólkið í kringum okkur. Bara alls ekki,“ segir Bryndis í færslu á Facebook síðu sinni.

Þar sem Bryndis hefur ferðast mikið ein ákvað hún að bjóða fram aðstoð sína til þeirra kvenna sem langar að taka stóra skrefið í átt að meira sjálfstæði.

„Vitandi af þessum konum og hafandi ferðast mikið ein, þá langar mig að bjóða fram aðstoð mína. Ég vil kynnast konum sem langar að taka stóra skrefið í átt að meira sjálfstæði og fara í sína fyrstu ferð. Aleinar. Án maka. Án saumaklúbbsins. Án barna. Mögulega verður þetta þeirra eina ferð en ég er sannfærð um að hún muni breyta lífi þeirra til hins betra og styrkja umtalsvert sjálfstæði og sjálfstraust. Næstu ferðir á eftir verða svo leikur einn.“

Vill miðla reynslu sinni til annarra kvenna

Í samtali við blaðakonu segir Bryndis að ekki sé um að ræða skipulagða ferð sem Bryndis sjái um heldur vill hún hjálpa konum að komast af stað í það ferli að ferðast einar þar sem reynsla hennar af því er umtalsverð.

„Margar konur veigra ekki fyrir að stökkva í djúpu laugina þegar kemur að krefjandi verkefnum í vinnu eða einkalífi, en þegar það kemur að því að vera einar, svo ég tali nú ekki um í útlöndum, þá er eins og öll vopn séu slegin úr höndum þeirra. En löngunin er til staðar og hana má ekki bæla.“

Segist Bryndis vilja hitta þær konur sem áhuga hafa á því að ferðast einar og kynnast þeim betur.

„Fara í gegnum alla helstu hluti sem hafa þarf í huga þegar maður ferðast einn, rúlla yfir skrítnu stundirnar sem geta á köflum verið óþægilegar, aðstoða með bókanir og afþreyingu og vera innan handar ef eitthvað kemur upp á. Allt skuldlaust að sjálfsögðu. Ég er enginn sérfræðingur í ráðgjöf með persónuleg málefni heldur vil ég bara miðla af minni reynslu af því að ferðast ein og styðja við konur sem vilja taka skrefið. Þetta verður æðislegt – Ég lofa!“

Ef þú hefur áhuga á því að ræða nánar við Bryndisi er hægt að senda henni skilaboð á netfangið: bryndisalexanders@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi
433
Fyrir 7 klukkutímum

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.