fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Hvað gerist ef þú borðar poka af Silica gel?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. janúar 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur einhvern tímann keypt þér nýja vöru þá er líklegt að þú kannist við þennan litla hvíta poka sem virðist fylgja með í kaupbæti.

Pokarnir eru merktir „Silica gel“ og þeir koma með nánast hvaða vörum sem þú kaupir þér. Allt frá ferðatöskum til lítilla rafmagnstækja. Á pokanum stendur að þú megir alls ekki borða hann og að þú eigir að henda honum strax. Margir hræðast því innihald pokans og passa sig að koma honum strax úr augnsýn, sérstaklega ef lítil börn eru á heimilinu. En af hverju stendur á pokanum að þú megir ekki borða hann?

Inniheldur hann í raun og veru eiturefni?

Í fyrsta lagi þá er sumt fólk furðulegt. Það gæti borðað innihald pokans einungis fyrir forvitnissakir og kært svo seljanda vörunnar ef ekki stæði á pokanum að það mætti ekki borða hann. Í öðru lagi þá er möguleiki á því að fólk gæti ruglast á þessum pokum og samskonar pokum sem innihalda sykur.

Sama hver ástæðan fyrir því að einhver skyldi leggja sér þessa poka til munns, þá hafði Metro áhuga á því að fá að vita hvað skyldi gerast ef það yrði gert. Höfðu þeir því samband við læknir hjá PushDoctor og fengu nánari upplýsingar.

„Silica gel er ekki talið vera með eiturefnum og er ólíklegt að fólk fyndi fyrir einhverjum einkennum ef það myndi borða pokann. Það er möguleiki á því að manneskjunni yrði flökurt og gæti hún farið að kasta upp eða fá niðurgang, í þeim tilfellum ætti að hafa samband við lækni. En ef manneskja myndi óvart borða innihald pokans, fyndi ekki fyrir neinum aukaverkunum og liði vel í kjölfarið er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur.“

Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir að flestir telji að Silica gel pokarnir séu hrikalega eitraðir þá eru þeir það í raun og veru ekki. En þeir bragðast líklega ekkert sérstaklega vel og bara þær upplýsingar að þú gætir farið að kasta upp eða fá niðurgang ætti að stöðva þig frá því að vilja smakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.