fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Pálína Ósk hágrét: „Þetta er ekki auðveld lífsreynsla“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. janúar 2019 20:00

mother and little daughter play at sunset sky

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálína Ósk Ómarsdóttir heldur úti vinsælli lífstílssíðu á Instagram þar sem um fimmtán þúsund manns fylgjast með henni daglega. Viðurkenndi Pálína það fúslega að í langan tíma hafi hún sett óraunhæfar kröfur á líkama sinn. Þegar hún var yngri hafi sjálfstraust hennar verið lítið sem ekkert og að á tímabili hafi hún verið orðin virkilega veik af átröskunarsjúkdómi. Fyrir átta vikum síðan eignaðist Pálína sitt fyrsta barn eftir erfiða meðgöngu og fæðingu sem uppskar mikið fæðingarþunglyndi.

„Ég get viðurkennt það að ég fékk tímabil um daginn þar sem ég var hágrátandi yfir því hvernig ég lít út í dag og grét oftar en einu sinni. En maður þarf að minna sig á að við erum ekki allar eins byggðar og erum allar flottar eins og við erum,“ segir Pálína í nýjustu færslu sinni á Instagram þar sem hún birtir myndir af líkama sínum fyrir meðgöngu, á meðan á meðgöngu stóð og eftir fæðinguna.

Sjá einnig: Pálína Ósk setti óraunhæfar kröfur á líkama sinn: „Að geta staðið upp fyrir sjálfum sér er rosalegur sigur“

„Meðgangan var erfið ég fékk mikla grindargliðnun, varð mjög bakveik, gat ekki setið vegna verkja í rifbeinum, fékk meðgöngusykursýki sem var greind allt of seint, var lág í járni sem var ekki meðhöndlað og fékk ekki að vita fyrr en um 6 vikum eftir fæðingu. Ég gat ekkert æft á meðgöngunni og gat varla gengið án þess að vera með hækjur.“

Fæðing Elís Þórs, sonar Pálínu, tók mikið á en hún fór í gangsetningu og belgurinn var sprengdur.

„Miklar og harðar hríðar, ég fékk hita, ældi og rifnaði illa. Hann Elís festist í grindinni þannig að á milli rembinga náði ég ekki að hvíla vegna mikla verkja í lífbeininu. Já þetta er einfaldlega ekki auðveld lífsreynsla fyrir mig en algjörlega þess virði og ég sé ekki eftir einu augnabliki.“

Erfitt að læra að elska sig aftur

Í kjölfar fæðingarinnar fékk Pálína fæðingarþunglyndi sem gerði það að verkum að hún átti erfitt með að sætta sig við breytingarnar sem höfðu átt sér stað á líkama hennar.

„Líkaminn minn breyttist í takt við þetta allt. Til dæmis þá stækkaði maginn um 34 cm og ég þyngdist um 15 kíló. Það tekur hann góðan tíma að ganga til baka að hluta til en ég reikna með því að ég verði aldrei eins og það er í góðu lagi. Í dag er ég með slit, litla lafandi mallan minn, þéttari en ég var og með stærri mjaðmir. Það er hinsvegar ekkert auðvelt að læra að elska sig aftur, enda þarf ég að elska nýjan líkama.“

Pálína grét vegna breytinganna sem höfðu átt sér stað en ákvað frekar að taka sig saman í hausnum og minna sig á allt sem hún hefur lært varðandi sjálfsást.

„Í dag er ég á betri stað, er ánægð með mig og stolt af öllum smáu skrefunum sem ég næ. Til dæmis að geta farið í göngutúr aftur og mæta í ræktina. Í stað þess að berja mig niður, ríf ég mig upp. Markmiðin mín snúast um að ná betri heilsu, elska mig og njóta lífsins. Besta við þetta allt er að maðurinn minn styður mig alla daga og minnir mig á það hversu flott honum finnst ég vera. Svo auðvitað, ég eignaðist lítinn gullmola.“

Segist Pálína vilja deila þessari hlið meðgöngunnar sem virðist of oft ekki fjallað nægilega mikið um.

 

View this post on Instagram

 

Hér kemur smá ritgerð ? og set mynd eftir fæðingu, meðgöngunni og fyrir meðgöngu. Núna eru 8 vikur síðan ég fæddi yndislega strákinn minn hann Elís Þór ? meðgangan var erfið ég fékk mikla grindargliðrun, varð mjög bakveik, gat ekki sitið vegna verkja í rifbeinum, fékk meðgöngu sykursýki sem var greint alltof seint, var lág í járni sem var ekki meðhöndlað og fékk ekki að vita fyrr en 6 vikum eftir fæðingu, ég gat ekkert æft á meðgöngunni, gat varla gengið án þess að vera með hækjur. Sjálf fæðing var mjög erfið, enda gangsetning. Belgurinn var svo sprengdur og miklar og harðar hríðar, ég fékk hita, ældi og rifnaði ílla. Hann Elís festist í grindinni þannig milli rembinga náði ég ekki að hvíla vegna mikla verkja í lífbeininu. Já þetta er einfaldlega ekki auðveld lifsreynsla fyrir mig en algjörlega þess virði og sé ég ekki eftir einu augnarbliki ❤️ Líkaminn minn breyttist í takt við þetta allt t.d þá stækkaði maginn um 34 cm og ég þyngdist um 15 kg, það tekur hann góðan tíma að ganga til baka að hluta til en ég reikna með því að ég verði aldrei eins og það er í góðu lagi ? Í dag er ég með slit, litla lafandi mallan minn, þéttari en ég var og með stærri mjaðmir. Það er hinsvegar ekkert auðvelt að læra elska sig aftur, enda þarf ég að elska nýjan líkama. Ég fékk fæðingarþunglyndi og ég get viðurkennt það að ég fékk tímabil um daginn þar sem ég var hágrátandi yfir því hvernig ég lít út í dag og grét oftar en einu sinni en maður þarf að minna sig á að við erum ekki allar eins eins byggðar og erum allar flottar eins og við erum ??En ég tók mig saman í hausnum og minnti mig á allt sem ég er búin að læra með sjálfs ást. Í dag er ég á betri stað ?? er ánægð með mig og stolt af öllum smáu skrefum sem ég næ, t.d að geta farið í göngutúr aftur og mæta í ræktina ?? í stað að berja mig niður, ríf ég mig upp. Markmiðin mín snúast um að ná betri heilsu, elska mig og njóta lífsins ❤️ Besta við þetta allt er að maðurinn minn styður mig alla daga og minnir mig á það hverrsu flott honum finnst ég vera ❤️? svo auðvitað ég eignaðist lítinn gullmola ? Mig langaði bara til að sýna ykkur þessa hlið eftir meðgöngu 🙂 #postpartumbody #postpregnancybody #love #loveyourself

A post shared by Pálína Ómarsdóttir (@palinaoskomars) on

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.