fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. janúar síðastliðinn fór fram blessun í Kapellunni í Lindakirkju. Blessunin væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þessi tiltekna blessun var með nokkuð óhefðbundnu sniði. Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir, kölluð Inga Dóra, tók ákvörðun um að láta blessa hundinn sinn, Bæn Önnu, við hátíðlega athöfn að viðstöddum vinum og vandamönnum.

Á blessunardaginn/ Mynd: Aðsend

„Blessanir gæludýra eru tileinkaðar Antoníusi, verndardýrlingi dýra, og Rochus, hinum kaþólska verndardýrlingi hunda. Hundablessun er nýnæmi á Íslandi en tíðkast víða erlendis. Eftir að hafa lesið í fjölmiðlum um hundablessanir þá sló ég til og hélt eina sjálf fyrir mína Bæn Önnu,“ segir Inga Dóra í viðtali við Bleikt.

Bæn Anna er af tegundinni Miniature Pinscher og var það séra Guðni Már Harðarson sem sá um að blessa hana.

„Þetta var hugguleg stund í kapellunni þar sem Guðni talaði við okkur, sunginn var sálmur og ég hélt á Bæn Önnu. Ekki var notað vatn og var Bænin mín róleg og góð. Anna amma útbjó blessunarkjól og mamma fékk nöfnu. Nafnið er (til) Bæn-anna minna. Þegar ég kom og skoðaði hana í fyrsta sinn þá kallaði ég á tíkina Bæn, hún kom strax. Frá fyrsta degi okkar saman byrjaði hún að svara nafni sínu, mér fannst það frábært að nokkurra vikna svaraði hún nafni sínu.“

Inga Dóra segir blessanir hunda mjög algengar erlendis en að hefðin sé nýkomin til Íslands.

„Nokkrar kirkjur hafa boðið upp á blessunardag og sá Lindakirkja um blessunina fyrir mína tík. Í blessuninni vorum við tólf og héldum við blessunarboð að henni lokinni þar sem hún fékk blessunargjöf. Einnig fékk hún nokkrar jólagjafir um jólin og innflutningsgjöf þegar hún kom til okkar, þá héldum við innflutningspartí. Það er alltaf talað um hunda sem vini mannsins. Hundar eru góð gæludýr og oftar en ekki hluti af fjölskyldunni, því er gott mál að blessa hundana að mínu mati. Hundar róast mikið eftir að hafa fengið blessun. Blessunin á sér erlenda fyrirmynd meðal kristinna manna, hundamessur hafa verið haldnar árlega í meira en áratug erlendis.“

Blessunarkjóll Bæn Önnu

Greinilega má sjá að Ingu Dóru þyki virkilega vænt um Bæn Önnu og segir hún að þegar tíkin sé óróleg þá leyfi hún henni að hlusta á heilunartónlist ásamt því að heila hana, þá róist hún mikið. Inga stofnaði Snapchat-reikning fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Bæn Önnu: sigrumheiminn1

Bæn Anna búin á því eftir allt saman
Falleg blessunarterta
Veisluborðið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433
Fyrir 12 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara