fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök Atvinnulífsins hafa lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið VOFFI, sem er viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. 

VOFFI stendur fyrir : Veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi. Um er ræða viðamikila rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. Ætlað er að nokkur ár muni taka að ljúka rannsókninni. Í forsvari fyrir verkefnið eru læknarnir Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors.

Markmið rannsóknarinnar er að meta hver helstu veikindin eru sem herja á ung börn, hversu oft þau veikjast og hversu mörgum vinnu- eða námsdögum foreldrar tapi vegna veikinda barna.

„Við höfum fundið fyrir það að beggja vegna borðsins á vinnumarkaði er jákvæður áhugi á rannsókninni og það er ánægjulegt að heyra af vilja til þess að fá sem gleggsta mynd af þessum þætti,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið.

Verkefnið fór af stað fyrir ríflega ári síðan og þátttakendur að nálgast þriðja þúsund. Börn veikjast gjarnan af umgangspestum á bilinu 6-8 sinnum á ári en veikindunum getur fylgt mikið álag á fjölskyldur. Rannsóknin er því mikilvægt til að hægt sé að gera sér grein fyrir eðli umfangi þessa álags.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að verkefnið væri brýnt samfélagsverkefni. „Ísland stendur öðrum norrænum löndum langt að baki þegar kemur að því að halda tölfræði yfir veikindi og fjarvistir frá vinnumarkaði.“ Halldór segir að þegar niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir sé svo aftur hægt að kanna hvað megi gera betur.

Eins og áður segir mun rannsóknin standa yfir í einhvern ár.

Nýbakaðir foreldrar eru hvattir til að taka þátt í rannsókninni. Hægt er að skrá sig hvenær sem er eftir fæðingu barnsins. Allir foreldrar sem eiga börn sem fæddust, eða fæðast, eftir 1. janúar 2018, geta verið með. 

Þátttakan felur í sér að foreldrar svari stuttum spurningalistum fjórum sinnum á ári um veikindi barns.  Öll svör eru ópersónugreinanleg og rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd sem og Persónuvernd.

 

Hægt er að óska eftir skráningu í VOFFA á Facebook og með tölvupósti á voffi@landspitali.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.