fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þetta er klippingin sem hún bað um, en ekki klippingin sem hún fékk

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucy Burrows ákvað að breyta til og pantaði sér tíma í klippingu. Hún ákvað, líkt og sniðugt er, að taka með sér mynd sem sýndi nákvæmlega hvernig hún vildi hárið klippt. Svona til að koma í veg fyrir misskilning.

Myndin sýndi nútímalegan og töff hárstíl þar sem hárið er rakað stutt í hnakkann með flottu mynstri.

Öðruvísi fór þó en áætlað var.

Klippingin sem hún fékk var engan veginn í samræmi við myndina og varð Lucy, vægast sagt, afar ósátt.

Hún segir að klippistofan hafi neitað, til að byrja með, að bæta henni upp klippinguna, en hún gafst þó ekki upp og að lokum fékk hún endurgreitt og 10 pund að auki, sem afsökunarbeiðni.

„Þau rústuðu hárinu á mér og sjálfstraustinu. Ég gat ekki einu sinni farið í vinnuna,“ segir Lucy í viðtali við Metro.

Góðu tíðindin eru þó að raksturinn var í hnakkanum svo Lucy getur greitt yfir mistökin. Klippingin var í ágúst en Lucy segir að fyrst núna sé klippingin farin að vaxa úr.

„Ég get ekki sett  hárið á mér upp og það er bara svo ljótt og subbulegt. Eftir mikið rifrildi viðurkenndi klipparinn loksins að hann hefði gert mér þetta og endurgreiddi mér. En ég er enn hálfsköllótt, sem er ekki skemmtilegt.“

Væntingar
Raunveruleiki

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.