fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Richard Gere eignaðist dreng: Eiginkonan er 34 árum yngri en hann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 12:30

Nýbakaðir foreldrar í skýjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Richard Gere og eiginkona hans, spænski aðgerðarsinninn Alejandra Silva, eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum, lítinn dreng sem kom í heiminn á ónefndu sjúkrahúsi í New York.

Richard á fyrir soninn Homer, nítján ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Casey Lowell. Alejandra á soninn Albert, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Govind Friedland. Richard verður sjötugur á árinu á meðan Alejandra fagnar 36 ára afmæli sínu nú í febrúar.

Leikarinn og aðgerðarsinninn gengu í það heilaga í apríl í fyrra eftir rúmlega þriggja ára samband. Sögusagnir fóru á kreik um að Alejandra væri ólétt í ágúst í fyrra. Mánuði síðar staðfesti hún orðróminn á Instagram.

Myndin fræga.

„Sérstakt augnablik fyrir nokkrum mínútum. Við fengum blessun fyrir kraftaverkið okkar sem er á leiðinni,“ skrifaði hún af mynd af leikaranum, sem er búddatrúar, og Dalai Lama þar sem sá síðarnefndi setti hendur sínar á maga Alejöndru.

„Við gátum ekki tilkynnt þetta áður en við sögðum Dalai Lama frá,“ bætti hún við, en myndina er ekki lengur að finna á Instagram.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.