fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Anika Lind vill vara fólk við: „Þau hafa beitt hunda ofbeldi, andlegu sem og líkamlegu“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 21:00

Anika Lind ásamt Myrru, hundinum sínum sem parið hefur notað til auglýsinga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða skapaðist í gær inni á mörgum hundavinasíðum á samfélagsmiðlinum Facebook þegar Anika Lind setti inn viðvörun þess efnis að par nokkuð stundaði það að taka að sér hunda, fara illa með þá og selja þá svo áfram til annarra eigenda.

Segir Anika marga hunda hafa verið tekna af parinu vegna vanrækslu og að þau hafi beitt hundana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þau séu ótraust fólk sem hafi ekkert með hunda að gera. Blaðakona hafði samband við Aniku og ræddi við hana um hvað málið snerist en greinilegt var, samkvæmt umræðunni sem skapaðist í gær, að fleira fólk þekkti til parsins og tóku undir orð Aniku.

Skjáskot af upphaflegum pósti Aniku – Nöfn parsins hafa verið afmáð af

„Sko ég skal segja þér söguna eins og ég veit hana. Þau fengu fyrir tveimur árum tricolored – Cavalier rakka, fullvaxta sem þau sinntu lítið sem ekkert. Hann slapp mikið út frá þeim og í eitt skipti var hann úti yfir nótt. Þá var aðili sem fann hann og fór með hann heim til þeirra, þau svöruðu ekki þegar bankað var á hurðina hjá þeim og tók nágranni þeirra við hundinum og hafði hann yfir nótt. Stuttu síðar selja þau Cavalierinn en fara svo að hamra á nýja eigandanum að þau vilji fá hann aftur, sem nýi eigandinn tók auðvitað ekki í mál,“ segir Anika Lind í samtali við blaðakonu.

Keypti hund af parinu til þess að koma honum í skjól

Aniku er augljóslega mikið í mun að stöðva parið og hefur hún áður blandað sér í mál þeirra til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem þekkir ekki sögu þeirra afhendi þeim hund sem sé í leit að heimili.

„Í fyrra voru þau komin með Silky Terrier rakka sem þau höfðu fengið gefins. Eftir að þau höfðu verið með hann í nokkrar vikur kom auglýsing inn á Bland.is þar sem þau voru að selja hann á 50.000 krónur. Ég og vinur minn höfðum samband við þau og náðum að kaupa hundinn af henni á 25.000 krónur aðeins til þess að koma hundinum af heimilinu. Eina ástæða þess að hún vildi fá 50.000 krónur fyrir hann var af því að hún átti að eignast annan Cavalier daginn eftir sem kostaði þá upphæð. Náð var á eiganda þann hunds svo hann fór ekki til þeirra.“

Þegar Anika og vinur hennar fengu Silky Terrierinn í hendurnar sáu þau að hann var virkilega illa á sig kominn.

„Hann var horaður og tætingslegur greyið og virkilega hræddur. Fjórum dögum eftir að hún afhendir okkur Silky Terrierinn og miklum rússíbana þar sem hún hótaði okkur lögreglunni, sjálfsmorði, kærum og fleira af því að hún vildi fá hundinn aftur en við vildum ekki afhenda hann þá kemur önnur auglýsing frá henni á Bland.is þar sem hún óskar eftir smáhundi. Ég tek það fram að þetta var auglýsing númer svona hundrað á nokkrum mánuðum.“

Skjáskot af umræðu sem önnur kona setti inn þann 10. október á síðasta ári um sömu konu og Anika varar nú við

Fyrir nokkrum dögum setur kona, sem Anika segir einnig þekkja til málsins, sig í samband við Aniku til þess að láta hana vita að parið sé aftur komin með annan hund.

„Ég fer að skoða það betur og sé að þau hafa fengið lítinn smáhund af Maltese kyni. Sá hundur hafði orðið fyrir „slysi“ og fyrri eigandi tekið hundinn aftur til þess að fara með hann á dýraspítala þar sem þau höfðu ekki efni á því sjálf. Þegar komið var með þann hund á dýraspítalann fylgir sú saga með honum að hún hafi dottið á hann. Þó fannst dýralækni virkilega erfitt að trúa því og vildi meina að eitthvað annað hafi komið fyrir. Daginn áður en hún slasaði smáhundinn fékk hún til sín ljósbrúnan Chihuahua sem er enn hjá henni. Ekki er vitað hver fyrri eigandi Chihuahua hundsins er en við erum mörg að reyna að komast að því til þess að koma þeim hundi einnig í burtu frá þessum ógeðslegu og hryllilegu aðstæðum.“

Skjáskot af samræðum sem Aniku barst í kjölfar færslunnar

Blaðakona setti sig einnig í samband við konuna sem Anika og fleiri hafa verið að ásaka og bað um að fá að heyra hennar hlið að málinu.

„Já ég hef aldrei farið illa með dýr og það er logið upp á mig vegna þess að hundur sem ég átti áður var alltaf að sleppa út hjá mér. Ég er mjög góð við dýr og alltaf veitt þeim ást og umhyggju sem þeir þurfa. Aldrei lamið dýr eða verið vond við þau,“ segir konan.

Segir hún margar sögur vera í gangi um sig sem allar eigi það sameiginlegt að vera lygar.

„Það eru allskonar sögur í gangi um mig sem eru ekki sannar og núna er verið að stela hundi af mér sem ég er búin að borga 150 þúsund í. Ég hef átt nokkra hunda. Átti tvo á undan sem voru því miður alltaf að sleppa út enda hver er besti hundaeigandinn í fyrsta sinn. Að vera með hund er ábyrgð og reynsla og ég gerði alveg mistök en sá lærir svo lengi lifir. En ég er búin að vera undir einelti á hundasamfélögum vegna þessa,“ segir konan sem ekki vildi tjá sig frekar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina