fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 12:30

Alexis Stone, fyrir og eftir „lýtaaðgerðina.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski förðunarfræðingurinn Alexis Stone, 25 ára, tókst að plata mörg hundruð þúsund manns að hann hafi gengið undir róttæka lýtaaðgerð. Alexis Stone, nefndur Elliot Joseph Rentz, er best þekktur fyrir hæfileika sína að geta breytt sér í hvaða stjörnu sem er. Hann hefur breytt sér í Kim Kardashian, Cher og Kim Catrall svo nokkrar séu nefndar. Hann deilir meistaraverkum sínum á Instagram og fylgjast um hálf milljón manns með honum á samfélagsmiðlinum.

Í október 2018 tilkynnti Alexis Stone fylgjendum sínum að hann væri að fara í stóra lýtaaðgerð á andliti. Eftir aðgerðina deildi hann mynd af sér bláum og bólgnum í sjúkrahúsrúminu.

Alexis Stone frumsýndi nýja andlitið á YouTube. Hann ræddi um aðgerðina og svaraði spurningum fylgjenda sinna. Stone sagðist vera hamingjusamur og það væri það skipti mestu máli.  Sumir fylgjendur hans sýndu honum stuðning en var hann harðlega gagnrýndur vegna aðgerðarinnar.

View this post on Instagram

We don’t need another hero 👹

A post shared by Alexis Stone (@thealexisstone) on

„Þú ert búinn að eyðileggja á þér andlitið,“ „þú ættir að drepa þig,“ og „þú ert ástæðan fyrir því að kærastinn þinn drap sig,“ eru aðeins nokkur af þúsundum neikvæðra ummæla sem Stone fékk. En hann lét neikvæðu ummælin ekki á sig fá og hélt áfram að deila myndum og myndböndum af sér með nýja andlitið. Þann 1. janúar kom í ljós að þetta var allt uppgerð, en einnig óvænt félagsleg tilraun. Stone tókst að plata mörg hundruð þúsund fylgjendur sínar með því að nota gervi (e. prosthesis).

Förðunarfræðingurinn David Marti vann með Stone við verkefnið og bjó til gervið. Aðeins fimm manns vissu af verkefni Stone og Marti. Þegar Stone yfirgaf heimili sitt var hann með gerviandlitið.

„Fólk hefur sagt mér að drepa mig og að ég sé ástæðan fyrir því að fyrrverandi kærasti minn drap sig. Fyrrverandi kærastar mínir hafa sent mér skilaboð og sagt hversu mikið þeir skammast sín fyrir að hafa verið með mér,“ sagði Alexis Stone við Paper.

Stone hefur áður gengið undir lýtaaðgerð á nefi og kinnum og fengið sér bótox. „Fólk kallaði mig „klúðrað skrímsli“ (e. botch monster) áður, þannig ég tók hluti sem voru þegar til staðar og sagði „fokk it,“ ég ætla að taka þessa ásökun, þessi ummæli, og gefa fólki það sem það vill,“ sagði Stone.

Stone segist ekki halda að neikvæðni á samfélagsmiðlum sé á undanhaldi. „Á meðan það er slæmt fólk í heiminum sem kemst langt í lífinu, viðheldur valdastöðu sinni og setur fegrunarstaðla fyrir alla aðra, þá mun öðrum finnast þeir þurfa að draga einstaklinga niður á netinu.“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.