fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Kristín opnar sig um fjölskylduna, einkalífið og Snapchat: „Stormur er alltaf númer 1, 2 og 3 – allt hitt er auka“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Pétursdóttir er tuttugu og sex ára gömul menntuð leikkona og ættu margir að kannast við hana úr bíómyndinni Órói og sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni. Þeir sem fylgjast hins vegar með samfélagsmiðlastjörnum landsins þekkja Kristínu þó heldur persónulegar en úr hlutverki á sjónvarpsskjáum landsins. Bæði hún og kærasti hennar, Brynjólfur Löve Mogensen, halda úti stórum Snapchat-reikningum þar sem þúsundir manns fylgjast með lífi þeirra dag hvern.

Kristín Pétursdóttir ásamt Brynjólfi Löve Mogensen og syni þeirra Stormi Löve Mogensen
Kristín Pétursdóttir ásamt Brynjólfi Löve Mogensen og syni þeirra Stormi Löve Brynjólfssyni

Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eignaðist nýlega sitt fyrsta barn saman, Storm Löve Brynjólfsson. Blaðakona fékk að skyggnast inn í líf Kristínar og fjölskyldu sem enn fótar sig í þeim breytingum sem barnseign hefur í för með sér.

Kristín sem undanfarið hefur starfað sem flugfreyja segir þá staðreynd að fjölskyldan sé opinber bara vera skemmtilega.

„Það er bara gaman, hefur svo sem ekkert mikil áhrif á okkar daglega líf. Við erum bara við sjálf á samfélagsmiðlum og leyfum fólki að fylgjast með án þess að taka meðvitaða ákvörðun um að vera „opinber.“ Okkur líður í raun ekki eins og við séum að hleypa fólki of nærri okkur en það hefur alveg komið fyrir að við setjum eitthvað inn sem við sjáum síðan að er ekki alveg málið og tekið það út. Svo þurfum við líka stundum að passa okkur, því það finnst ekki öllum jafn þægilegt að einkalífi þeirra sé sjónvarpað fyrir mörg þúsund manns og við berum virðingu fyrir því,“ segir Kristín í viðtali við blaðakonu.

Fólk leyfir sér að segja ótrúlegustu hluti

Kristín segir þau Brynjólf verða fyrir einhvers konar áreiti dagsdaglega og fólk stoppi þau daglega á förnum vegi til þess að spjalla eða fá að taka myndir af þeim.

Kristín Pétursdóttir / Mynd: Hanna

„Já, það kemur fyrir og við höfum bara gaman af því. Ég get ekki sagt að við höfum lent í erfiðleikum með fylgjendur en þegar fylgjendahópurinn er orðinn svona stór þá fær maður af og til leiðinlegar athugasemdir, sérstaklega eftir að við eignuðumst Storm. Fólk hefur alls konar skoðanir á manni og leyfir sér að segja ótrúlegustu hluti. Yfirleitt er þetta þó bara gaman og krydd í tilveruna. Við setjum einungis inn efni eftir hentisemi, höldum ekki út neinu skipulögðu þema, bara grín og glens.“

Kristín segir þau ekki vera orðin þreytt á að snappa enda fylgi því engar kröfur.

„Ef ég er ekki í skapi til þess að setja eitthvert efni inn, þá geri ég það ekki og það er enginn að kippa sér upp við það. Það koma tímar þar sem maður fær ógeð á samfélagsmiðlum í heildina, því þeir eru mikill tímaþjófur. Það er eitthvað sem ég held að flestir upplifi af og til. Við látum þetta ekki stjórna okkur á neinn hátt, erum bara að snappa í okkar frítíma af okkar daglega lífi. Sumt er fyndið, annað er hversdagslegt og stundum tökum við að okkur verkefni sem krefst ákveðinnar birtingar.“

Spila eftir eyranu

Það kom aldrei til tals hjá þeim að hætta með opið snapp þrátt fyrir að Kristín væri orðin ólétt, eða eftir að hún átti, enda fundu þau fyrir miklum áhuga frá fylgjendum sínum eftir að þau tilkynntu að Kristín ætti von á sér.

„Við fundum fyrir miklum áhuga og mörgum fannst gaman að fylgjast með meðgöngunni og öllu sem við vorum að stússa í kringum það að eiga barn. Meðgangan gekk líka heilt yfir mjög vel. Ef þú spyrð Binna þá færðu örugglega annað svar, en ótrúlegustu hlutir fóru í taugarnar á mér. Auðvitað komu erfiðir dagar og þá dró ég mig einfaldlega í hlé eða deildi því með fólki.“

Kristín Pétursdóttir og Stormur Löve Brynjólfsson / Mynd: Hanna

Kristín segir fylgjendur þeirra hafa beðið þess með eftirvæntingu að fá fréttir af fæðingu Storms, en að þau hafi aldrei upplifað neikvæða pressu.

„Fólk var auðvitað spennt og spurningum og hamingjuóskum rigndi yfir okkur. En við fundum ekki fyrir neinni neikvæðri pressu sem við spáðum í. Við svifum bara um á ljósrauðu skýi og gerum enn. Fjölskyldulífið hefur lagst mjög vel í okkur og Stormur hefur braggast rosalega vel. Það hefur allt gengið lygilega vel og við vorum ákveðin í því frá upphafi að láta það að eignast barn ekki stoppa okkur í því að lifa lífinu, heldur aðlaga barnið að okkur. Við fórum meðal annars með Storm mánaðar gamlan til Berlínar í íbúð sem foreldrar mínir eiga, með samþykki ljósmæðra og lækna að sjálfsögðu. Það var yndislegur tími. Við höfum ekki verið að stressa okkur mikið á hlutunum, heldur spilað þá eftir eyranu og ég tel að það sé lykilþáttur í því hvað Stormur er rólegur og góður. Það hefur ekki haft nein áhrif á okkur að sinna þessu nýja hlutverki sem foreldrar ásamt því að snappa. Stormur er alltaf númer 1,2 og 3. Allt annað er auka.“

Stormur er alltaf númer 1, 2 og 3 hjá Kristínu og Binna / Stormur Löve Brynjólfsson / Mynd: Hanna

Vill flytja til Kaupmannahafnar

Kristín segir það koma fyrir að fólk hafi leitað til hennar varðandi ráð um börn, en að það sé þá aðallega hvar hún kaupi föt og dót fyrir hann og hvernig það hafi reynst henni. Aðspurð hvaða eina ráð hún myndi gefa fólki varðandi börn segir Kristín: „Eins og ég kom inn á áðan, vera bara róleg og leyfa hlutunum að gerast áður en maður fer að stressa sig á þeim. Ég var búin að lesa margar reynslusögur kvenna sem áttu í erfiðleikum með brjóstagjöf og var farin að kvíða henni mjög mikið. Síðan mjólka ég eins og verðlaunabelja og hann tók brjóstið frá fyrsta degi. Þannig að allar þessar áhyggjur voru í raun óþarfar.“

Þegar Kristín er spurð út í framtíðina segir hún:

„Við erum enn þá að venjast lífinu og þreifa fyrir okkur sem fjölskylda en næstu skref ráðast svolítið af því hvort Stormur kemst inn á leikskóla eða til dagmömmu. Þá get ég farið að vinna aftur og rútínan hafist. Það er draumur hjá mér að flytjast til Kaupmannahafnar og jafnvel bæta við mig menntun þar. Ég er enn þá að selja Binna hugmyndina, svo við sjáum hvernig rætist úr því. Við munum halda áfram að snappa á meðan okkur finnst það gaman og svo kemur hitt bara í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina