fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Fyrirsætan sat fyrir á forsíðu Vogue: Í dag er hún heimilislaus og býr á götunni í Barcelona

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptast á skin og skúrir í lífi fólks og það á svo sannarlega við um fyrirsætuna Natasia UrbanoNatasia þessi var eitt sinn þekkt fyrirsæta sem gat valið úr fjölmörgum verkefnum. Í dag er hún hins vegar heimilislaus og ráfar um götur Barcelona á Spáni. 

Urbano er 57 ára en á níunda áratug liðinnar aldar var hún á hátindi ferilsins. Hún sat fyrir á forsíðu tímaritsins Vogue og var andlit Opium-ilmvatnsins úr smiðju Yves Saint Laurent. Hún sat fyrir og gekk tískupallana með fyrirsætum á borð við Lindu Evangelista og snæddi með stjörnum á borð við Jack Nicholson og Andy Warhol

Hundrað milljónir á ári

Urbano fékk fúlgur fjár fyrir fyrirsætustörfin og segir sjálf að hún hafi fengið um hundrað milljónir króna á ári þegar best lét. Hún sat bæði fyrir í Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem hún var samningsbundin Ford Models-umboðsskrifstofunni.

„Mér var boðið í brúðkaup Madonnu þegar hún og Sean Penn gengu í hjónaband. Á þeim tíma var ég í sambandi með leikaranum David Keith. En við fórum ekki því daginn sem brúðkaupið var vöknuðum við alveg skelfilega þunn. Ég hafði allt saman og lifði eins og drottning,“ segir Urbano sem eins og fyrr segir býr á götunni í Barcelona.

Allt fór í rugl þegar eiginmaðurinn kom til sögunnar

Hún segir við spænska fjölmiðla að líf hennar hafi breyst til hins verra þegar hún kynntist eiginmanni sínum, nú fyrrverandi, og verðandi barnsföður. Þau hjónin lifðu hátt en á endanum skildu þau og skiptu þau eignum sínum. Verkefnum Urbano fór síðan fækkandi eins og oft vill verða í hörðum fyrirsætuheiminum. 

„Það eina góða sem kom út úr þessu sambandi voru börnin mín. Allt annað var hræðilegt. Hann notaði mína peninga óspart. Tveimur dögum eftir að við kynntumst vildi hann að ég myndi kaupa nýja BMW-bifreið handa honum. Ég, eins og kjáni, gerði það. Ég var ástfangin.“

Urbano hefur glímt við þunglyndi undanfarin misseri og verið vísað út úr hverju leighúsnæðinu á fætur öðru þar sem hún getur ekki greitt leiguna. Að undanförnu hefur hún leitað skjóls í anddyrum bankaútibúa og laumast inn þegar kuldinn verður mikill.

Fyrrverandi kollegar hjálpa til

Urbano sagði sögu sína í spænskum fjölmiðlum á dögunum og eftir að erfiðleikar hennar spurðust út ákváðu fyrrverandi kollegar hennar úr fyrirsætubransanum að reyna að hjálpa henni. Ruth Schuler, fyrrverandi fyrirsæta, segir að henni hafi brugðið mjög að heyra af erfiðleikum Urbano. „Hún var alltaf mjög glaðlynd og rausnarleg,“ segir Schuler og bætir við að Urbano hafi verið í algjörum sérflokki á sínu sviði. Hún hafi verið ein allra fremsta fyrirsæta heims.

Hernando Herrera, fyrirsæta og kunningi Urbano, segir að hún hafi ekki bara verið góð fyrirsæta heldur einnig hafi framkoma hennar verið til fyrirmyndar. „Hún gat gert svo margt, hún var vel máli farin og gat haldið ræður eins og að drekka vatn. Ég er tilbúinn að gera það sem ég get til að hjálpa henni að koma sér á fætur aftur.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.