fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Mig dreymir um að horfa á konuna mína stunda kynlíf með öðrum manni

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á mér þá fantasíu að horfa á konuna mína stunda kynlíf með öðrum karlmanni. Ég get ekki hætt að hugsa um þetta. Hún hefur gert ýmislegt þegar kemur að kynlífi og ég held að hún væri tilbúin ef ég myndi leggja þetta til.“

Þetta segir 29 ára karlmaður sem leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa breska blaðsins The Sun. Eiginkona mannsins er 24 ára og leitaði maðurinn til Deidre til að fá ráð um hvað hann eigi að gera; hvort hann eigi að spyrja hvort eiginkonan sé til eða hvort hann eigi að reyna að leiða hugann að öðru.

„Við höfum verið gift í eitt ár og held satt að segja að við hefðum gott af því að krydda kynlífið dálítið. Ég hef áður talað við hana um trekant. Hún var á móti því til að byrja með en sagði mér nýlega að hún væri mögulega til í það. Hvar finn ég þessa þriðju manneskju og væri ég að setja hjónaband okkar í óþarfa hættu ef af þessu yrði?“

Deidre svarar vangaveltum mannsins á þá leið að það sé alltaf áhættusamt að taka þriðja aðilann inn í sambandið.

„Þetta gæti komið í bakið á þér. Það hvað konan þín gerði í fortíðinni er hluti af hennar sögu en hún virðist vera hamingjusöm með þér. Af hverju að rugga bátnum? Hvaða skilaboð værirðu að færa henni ef þú myndir stinga upp á þessu? Ég get bent þér á rafbókina 50 Ways To Add Fun To Sex en þar má finna góð ráð um það hvernig hægt er krydda kynlífið milli ykkar tveggja, á öruggan og skemmtilegan hátt.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.