fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Um ráðleggingar til verðandi mæðra: „Þetta eru okkar brjóst, okkar píka og okkar barn“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ætlar þú í alvöru að nota verkjalyf í fæðingunni? Þegar ég átti börnin mín þá notaði ég sko engin verkjalyf og átti bara í baðinu.“

Já ok, gott hjá þér. Það gerir þig samt ekki að meiri konu eða meiri hetju heldur en mig og allar hinar konurnar sem hafa notast við mænurótadeyfingu í fæðingarferlinu.

Það er svo merkilegt hvað allir vilja skipta sér af brjóstunum á manni og píkunni þegar maður á von á barni. Allir hafa skoðun á því hvernig þú átt að fæða og hvernig brjóstagjöfinni skuli háttað. Allir auðvitað sérfræðingar því mamma þeirra, konan þeirra eða þær sjálfar hafa gengið í gegnum þetta. Færsluna skrifaði Heiðrún Finnsdóttir á Bleikt og endurbirtum við hana nú.

Óteljandi ráð fyrir verðandi mæður

„Skrúbbaðu geirvörturnar með hörðum bursta úr svínshárum svo þær verði undirbúnar fyrir brjóstagjöfina, þá færðu ekki sár þegar barnið byrjar að sjúga.“

„Ekki nota verkjalyf í fæðingunni, þau slæva barnið.“

„Sko, þegar ég átti mín börn þá mátti alveg borða harðfisk og lifrarpylsu. Ekki sködduðust þau af því.“

„Fáðu þér einn bjór fyrir svefninn, þá eykst mjólkurframleiðslan.“

Ráðin sem verðandi mæður fá eru óteljandi og sum hver alveg út í hött

„Nuddaðu spöngina með ólífuolíu svo þú rifnir ekki þegar hausinn á barninu og herðarnar koma út“

Í alvöru? Á ég að standa í því að nudda á mér spöngina með olíu til þess að hindra það að ég rifni? Hvernig eiga kasóléttar konur að ná niður á spöngina til þess að nudda hana? Eigum við kannski bara að hóa í kallinn og fá hann til að gera þetta fyrir okkur? Vandræðalegt! Og ég tala nú ekki um geirvörtuskrúbbið en svona er þetta, óléttar konur fá þúsundir ráða, öll mismunandi góð auðvitað en sum þeirra eru út í hött.

Fullfærar um að finna út hvað er að

Svo eru það fæðingarsögurnar. Þessar blessuðu fæðingarsögur sem ættu betur heima í hryllingsmyndum heldur en við kaffiborð óléttra kvenna. Við viljum ekki heyra hversu illa fæðingar ganga. Við höfum engan annan kost en að ganga í gegnum fæðinguna eftir nokkrar vikur og okkur langar að heyra fallegar sögur af fæðingum, ekki hversu illa þessi rifnaði, hvað allt gekk á afturfótunum og að móðir og barnið hafi næstum dáið.

Við viljum heyra af fæðingum þar sem allt gekk vel. Af hverju er ekki bara hægt að leyfa okkur að ganga í gegnum brjóstagjöfina og fæðinguna á okkar hátt með læknateyminu sem við völdum að hafa í kringum okkur? Þetta eru okkar brjóst, okkar píka og okkar barn. Ég held við séum allar fullfærar um að finna út hvað er okkur, brjóstunum, píkunni og barninu fyrir bestu og það kemur engum við hvort við skrúbbum geirvörturnar eða nuddum spöngina fyrir fæðinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans