fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Hendur karla geta sagt til um hvernig þeir koma fram við konur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 1. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takið eftir þessu konur. Ef þið viljið sjá hvort sá sem þið hafið áhuga á er indælis náungi eða bara fífl, þá skuluð þið horfa á hendur hans. Niðurstöður ansi sérstakrar rannsóknar, benda til að þeim mun styttri sem vísifingur karls er í samanburði við baugfingur þá sé mun líklegra að hann komi vel fram við konur.

Ef vísifingur og baugfingur eru hins vegar svipaðir á lengd, eða vísifingurinn lengri, þá er betra að hafa varann á sér! Dr. Debbie Moskowitz, prófessor í sálfræði við McGill háskólann í Montreal, stýrði rannsókninni og hún segir að þegar karlar með vísi- og baugfingur sem voru svipaðir á lengd eru með konum þá séu þeir líklegri til að hlusta á þær af athygli, brosa og hlæja og hrósa hinum aðilanum.

Huffington Post segir að vísindamennirnir hafi mælt fingurlengd 155 karla og kvenna og reiknað út hlutfall fingurlengdar á milli vísi- og baugfingurs. Næstu 20 daga á eftir skráðu þátttakendur nákvæmar upplýsingar um öll félagsleg samskipti sín sem vörðu í meira en 5 mínútur og gáfu einkunn um hvernig þeir töldu að framkoma þeirra hefði verið, annað hvort góð eða vafasöm.

Vísindamennirnir fundu engin tengsl á milli fingurlengdar og hegðunar kvenna en hjá körlum var annað uppi á teningnum. Karlar með lítinn mun á fingurlengd áttu í þriðjungi fleiri góðum samskiptum og þriðjungi færri vafasömum samskiptum við konur en aðrir karlar.

Moskowitz segir að þessi hegðun styðji við myndun og viðhald sambanda við konur og að þetta hugsanlega útskýrt af hverju þessir karlar eigi fleiri börn að meðaltali.

Niðurstöður annarrar rannsóknar benda til að fingurlengd tengist magni testósteróns og öðrum karlhormónum sem fóstur komast í snertingu við í móðurkviði. Lítill munur á fingurlengd bendi til meira hormónamagns. Hormónarnir sem hafa áhrif á fingurlengd hafi líklega áhrif á þróun heilans og líkamans og hafi þannig áhrif á aðra líkamlega og sálræna hegðun og mun á milli fólks í þeim efnum.

Ritstjórn Pressunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.