fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Áslaug hefur upplifað þrjú alvarleg geðrof í kjölfar grasreykinga: „Ég í rauninni kveiki á þessum sjúkdómi með því að reykja“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 27. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Eik Ólafsdóttir sem er tuttugu og fjögurra ára gömul, hefur glímt við geðhvarfasýki um nokkurt skeið. Hefur hún margsinnis verið lögð inn á geðdeild í mis alvarlegu ástandi.

Í gegnum veikindi sín hélt Áslaug út dagbók þar sem hún skrifaði niður hugsanir sínar á blað. Í viðtali í nýjasta blaði DV leyfir Áslaug lesendum að skyggnast inn í líf sitt og opnar sig um það hvernig það sé að glíma við geðsjúkdóm á Íslandi. Einnig fá lesendur að sjá hugarheim Áslaugar þegar geðrof hefur tekið yfir hana.

„Í lok nóvember 2015 upplifði ég fyrstu maníuna, sem er hluti af sjúkdómnum geðhvarfasýki, en ég fór líka í geðrof sem stundum fylgir maníunum. Það var af því að ég var í neyslu, ég í rauninni kveiki á þessum sjúkdómi með því að reykja gras. Ég hefði mögulega ekki veikst ef ég hefði ekki verið að reykja,“ segir Áslaug.

Áslaug segir grasreykingar sínar í gegnum tíðina tengjast þeim geðrofum sem hún hafi upplifað.

„Þetta tengist klárlega. Ég er ekkert hrædd um að ég muni veikjast ef ég er ekki að reykja. Ég hef aldrei veikst nema þegar ég hef verið að reykja gras.“

Úr bloggi Áslaugar: „Nú er ég búin að vera inni á geðdeild í 23 daga. Nauðungarvistuð í 72 tíma og svo að þeim tíma liðnum í 21 dag. Því lýkur 19. október en þá vilja geðlæknarnir nauðungarvista mig í 3 mánuði til viðbótar. Ég skil ekki alveg af hverju, en rökin þeirra eru þá helst því ég er búin að koma hingað svo oft á stuttum tíma. Mér líður eins og ég sé heilbrigð en ég er búin að vera innilokuð án súrefnis, nema þá í gegnum gluggarifu. Ég fékk að fara í viðrun í fimm mínútur í senn eins og hundur í ól. Ég missti þann rétt vegna þess að ég reyndi að flýja. Ég fann lyktina af frelsi og sturlaðist.“

Viðtalið við Áslaugu Eik má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.