fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Áslaug glímir við geðhvarfasýki – Telur sig geta talað við dýr og stundað hugsanaflutning í geðrofi

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 26. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að ég þurfi bara að vera forseti Bandaríkjanna til að bjarga heiminum í eitt skipti fyrir öll. Því Bandaríkin eru voldugasta ríki í heimi og þá get ég sungið fyrir öll ríkin á sama tíma. Ég veit ekki alveg hvað felst í því að vera forseti Bandaríkjanna, en eitt er víst að ég gef mig alla í það. Viskan sem ég bý yfir, hæfileikinn til að setja sig í spor annarra og fleiri „gifts“ sem ég bý yfir, næmni, hugsanaflutningur, að tala við dýr, sendiboði Guðs og fleira sem verður nefnt síðar. Mig langar að Barack Obama verði hægri hönd mín og Jón Gnarr vinstri, ef þeir vilja. Meira bið ég ekki um í bili.“

Svona hljómar hluti af þeim hugsunum sem Áslaug Eik Ólafsdóttir upplifir þegar hún fer í svokallaða maníu. Áslaug, sem er tuttugu og fjögurra ára gömul, hefur glímt við geðhvarfasýki um nokkurt skeið. Fyrir utan geðhvarfasýkina er Áslaug einnig með fíknisjúkdóm og þegar hún var í hvað mestri neyslu ýttu grasreykingar hennar undir geðrof.

„Ég átta mig ekki á því og held að þetta sé minn sannleikur, sem allir muni komast að seinna. Mér finnst eins og ég þurfi að sanna það fyrir öllum. Ég trúi á þetta en geri mér á sama tíma grein fyrir því að aðrir trúi þessu ekki. En þá hugsa ég: „Vá, þú munt bara sjá, þetta kemur í ljós.“ Þangað til að ég kem kannski til baka eftir tvo mánuði og fer að sjá að þetta sé mögulega aðeins bull hjá mér. Þá eru lyfin byrjuð að hafa áhrif,“ segir Áslaug í viðtali við blaðakonu. Þegar Áslaug kemst í geðrofs ástand telur hún sig útvalda af Guði ásamt því að fá Justin Bieber á heilan. Þá gerir hún mikið af óeðlilegum hlutum sem hún telur víst að Justin Bieber sé að segja henni að gera.

Viðtal við Áslaugu Eik má lesa í heild í helgarblaði DV.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.